Saga - 1997, Page 106
104
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
úsar), þá amtmanns, síðar stiftamtmanns. Jafnskjótt og Magnúsi
varð ljós afstaða ráðamanna í Kaupmannahöfn ákvað hann að hafa
fyrrnefnt konunglegt bann við samneyti við óvinina að engu og
leita aðstoðar Banks við að fá skipin látin laus í Bretlandi og að
leyfðar yrðu bráðnauðsynlegar kaupsiglingar til Islands. Bréf Magn-
úsar er dagsett í Kaupmannahöfn 17. október 1807 og talið hafa
komist til viðtakanda fyrir miðjan nóvember.26 Banks, sem hafði
góð sambönd víða í stjórnkerfinu, tókst loks eftir mikla fyrirhöfn
að fá flest skipin látin laus vorið og sumarið 1808 ásamt nægilega
mörgum skipverjum til þess að þau yrðu ferðafær.27 Var það gert á
þeim forsendum að skipin hefðu verið hertekin áður en kom til
formlegrar styrjaldar við Dani, þau hefðu venjulega verið í förum
til íslands, eigendurnir væru borgarar þar og rækju þar fasta versl-
un.28 Skipin máttu síðan sigla milli Islands og Danmerkur með því
skilyrði að þau hefðu bresk siglingaleyfisbréf og kæmu við í breskri
höfn (sem var oftast Leith) í báðum leiðum til að framlengja eða
endurnýja leyfisbréf, láta skoða farm og annað sem þurfa þótti og
greiða tilskilin gjöld, sem voru talsverð að öllu samanlögðu.29
Siglingaleyfi Breta til skipa íslandskaupmanna voru hliðstæð því
fyrirkomulagi sem þeir notuðu á þessum árum gagnvart skipum
hlutlausra þjóða og meira að segja sumra óvinaþjóða, ef jafnframt
var hægt að láta þessi skip smygla breskum vörum til meginlands-
ins, útvega þaðan ýmsar nauðsynjavörur og sniðganga á þann hátt
viðskiptabann Napóleons. Þannig var Islandskaupmönnum einnig
gert að taka í skip sín nokkurt magn breskra vara til sölu í Dan-
mörku og að sjálfsögðu einnig á íslandi.30 A þessum stríðsárum
voru Bretar hins vegar lítt aflögufærir um ýmsar helstu nauðsynja-
vörur Islendinga og erfitt var einnig um sölu sumra aðalútflutn-
ingsvara landsmanna í Bretlandi, ýmist vegna hárra verndartolla
26 Anna Agnarsdóttir, „Great Britain and Iceland" , bls. 34-37.
27 Sama rit, bls. 49-56, 67-70.
28 Sama rit, bls. 51-55.
29 Anna Agnarsdóttir, „Great Britain and Iceland", bls. 58-62. - Helgi P. Briem,
Sjálfstæði íslands 1809, bls. 61-62.
30 Anna Agnarsdóttir, „Great Britain and Iceland", bls. 57-64. - Fode, Henrik,
„Islandshandel og fastlandsspærring", Erhvervshislorisk árbog XXV (1974),
bls. 7-34. Greinin fjallar aðallega um fyrirtækið 0rum & Wulff og starfsemi
þess 1807-12. Þær villur eru í henni að það hafi verið stofnað 1795, en þa^