Saga - 1997, Síða 108
106
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
vænlegt það var. Komust því aðeins 10 skip íslandskaupmanna til
landsins það ár.35
Alls konar svipaðar tafir urðu til þess að ekkert þeirra skipa, sem
látin voru laus í Bretlandi 1808, komst til íslands fyrr en árið eftir.
Sumarið 1809 olli svo bylting Jörgensens og afskipti hans af versl-
uninni í landinu stóraukinni ringulreið, svo sem nánar verður
vikið að. Vegna misskilnings um þessa byltingu barst síðan sú flugu-
fregn til Kaupmannahafnar þá um haustið að Bretar hefðu hertekið
landið. Var þá gefið út þann 10. september konunglegt bann við
öllum vöruflutningum þangað og það ekki afturkallað fyrr en 5.
maí árið eftir.36 Atti þetta vafalaust nokkurn þátt í því að aðeins
um sex skip á vegum Islandskaupmanna sigldu til landsins árið
1810, en þau höfðu verið 12 árið 1809 og urðu 19 hvort árið um sig
1811 og 1812. Margt varð þess þannig valdandi að siglingar Islands-
kaupmanna gengu afar skrykkjótt á þessum stríðsárum. Til saman-
burðar má geta þess að árin 1814-16 urðu þær hvert ár um sig 29,
36 og 41 skip og náðu því síðastnefnda árið sömu tölu og árið
1807.37
Kaupsiglingar utanríkismanna til íslands á
stríðsárunum og bylting Jörgensens 1809
Meginlandslokun Napóleons varð m.a. til þess að beina áhuga Breta
að viðskiptum við ísland. Auk þess sem reynt var eins og fyrr segir
að láta Islandskaupmenn selja þar breskar iðnaðar- og nýlendu-
vörur, þótti athugandi að útvega þaðan sum þeirra hráefna sem
höfðu jafnan verið keypt frá meginlandinu og hefja í því skyni
kaupsiglingar frá Bretlandi til íslands. Tólg hafði t.d. verið flutt inn
frá Rússlandi, ull frá Spáni og brennisteinn frá Ítalíu.38 Hér reið
Samuel Phelps sápuframleiðandi og kaupmaður í Lundúnum á
vaðið, líklega að hvatningu Banks. Phelps hafði frétt að tólg, sem
35 Anna Agnarsdóttir, „Great Britain and Iceland", bls. 63-67, 181. - Helgi P-
Briem, Sjálfstæði íslands 1809, bls. 36-39, 60-61. - Henderson, Ebenezer, Ferða-
bók (ísl. þýðing), bls. 5-6. - Nissen, Bernt A., Vártfolks historie VI, bls. 9-104.
36 Lovsamling for Island VII, bls. 265-67,368-70.
37 Anna Agnarsdóttir, „Great Britain and Iceland", bls. 180, 240. - ÞÍ. E. 273,
20, nr. 35, bls. 167-68. Skrá um íslandssiglingar 1788-1807,1814-1825.
38 Anna Agnarsdóttir, „Great Britain and Iceland", bls. 15-17, 90-91, 200, 211"
13,241.