Saga - 1997, Page 113
TILSKIPUN UM AUKIÐ VERSLUNARFRELSI
111
Phelps á íslandi sumarið 1809, að breska stjórnin ákvað fyrir tilstilli
Banks að lýsa ísland (ásamt Færeyjum og Grænlandi) hlutlaust í
stríðinu við Dani. Skyldi íslandskaupmönnum vera leyfilegt að
stunda kaupsiglingar milli landsins og borganna London og Leith.
Sömuleiðis væri breskum kaupmönnum frjálst að sigla til íslands í
löglegum verslunarerindum, enda yrðu bæði þeir og aðrir breskir
þegnar að gæta þess vandlega að hafa ekki í frammi neinn yfir-
gang við landsmenn. Var gefin út um þetta sérstök tilskipun (Order
in Council) 7. febrúar 1810.54
Friðrik konungur VI. sá greinilega þann kost vænstan að veita
þegjandi samþykki sitt við þessum málalokum, enda var Rosen-
krantz utanríkisráðherra hans þeim meðmæltur og einnig Trampe,
sem dvaldist um veturinn í London og gerðist mun raunsærri en
sumarið áður.55 Hitt er annað mál að viðskipti íslandskaupmanna
°8 afgreiðsla í Bretlandi reyndust áfram vera ýmsum erfiðleikum
hundin eins og getið er hér framar. Sá var þó munurinn að nú gátu
þeir óátalið sent erindreka úr sínum hópi til Lundúna er þurfa
þótti. Var það Holger Peter Clausen kaupmaður í Ólafsvík, sem
tókst slíkar ferðir á hendur árlega á tímabilinu 1810-13 og virðist
hafa orðið nokkuð ágengt við að tala máli sínu og starfsbræðra
sinna, enda naut hann aðstoðar Banks.56
Þrátt fyrir alla erfiðleika högnuðust margir íslandskaupmenn
greinilega vel á stríðsárunum. Clausen viðurkennir það í ritdeilum
sínurn við Magnús Stephensen, sem fjallað er um hér aftar, og
hætir því við að það sé líka íslendingum fyrir bestu, að kaupmenn
landsins séu vel stæðir fremur en fátækir.57 í sama streng tekur
Hans Jensen á íslandsskrifstofu Rentukammers í álitsgerð sinni 30.
aPríl 1816 til verslunarnefndarinnar sem síðar getur. ’s Hann segir
þar (bls. 2) að á stríðsárunum hafi fastakaupmenn breyst úr fátæk-
11 pi mönnum í auðuga með því að fást við utanríkisverslun ásamt
'slensku versluninni. Á hann þar sjálfsagt við það að þeir hafi m.a.
hagnast vel af að flytja smyglvarning milli Bretlands og Danmerk-
Ur. Þar við bættist að skuldir þeirra við konungssjóð urðu að engu í
verðbólgu stríðsáranna.
54 Lovsamling for Island VII, bls. 344-49. - Anna Agnarsdóttir, „Great Britain
and Iceland", bls. 143-66.
^ Anna Agnarsdóttir, „Great Britain and Iceland", bls. 157-58.
56 Sama rit, bls. 167-83.
57 Nyeste Skilderie af Kjebenhavn, 1816, nr. 41, d. 641.
Þf. Rtk. I.J. 12, nr. 2527. Skjöl verslunarnefndar 1816.