Saga - 1997, Side 114
112
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
í framhaldi af fyrrgreindri tilskipun 7. febrúar 1810 ákvað breska
stjórnin að tillögu Phelps að senda sérstakan verslunarfulltrúa eða
ræðismann til íslands. Hét hann John Parke og hafði aðsetur í
Reykjavík á árunum 1811-13. Hlutverk hans var ekki aðeins það að
greiða fyrir verslun breskra kaupmanna heldur hafði hann einnig
almennt mikil afskipti af versluninni í landinu. Auk þess stóð Parke
sjálfur í verslunarrekstri, og ýtti það að sjálfsögðu undir þá eðli-
legu tilhneigingu hans að hygla breskri verslun á kostnað Islands-
kaupmanna.59
Samuel Phelps hætti verslun á Islandi árið 1811, en annað fyrir-
tæki í London, Everth & Hilton, rak verslun í landinu það ár og hið
næsta.60 Þá komu til sögunnar tvö fyrirtæki í Liverpool, Horne &
Stackhouse og Titherington & Allanson, sem gerðust athafnasöm í
íslensku versluninni og sóttu fast að fá að halda starfsemi sinni þar
áfram að stríði loknu. Það tókst þeim að vísu næstu árin, en versl-
un þeirra var sjálfhætt eftir gildistöku tilskipunarinnar 11. septem-
ber 1816 svo sem nánar getur síðar.61
Meðal þeirra hlutlausu siglingaþjóða sem urðu mjög fyrir barð-
inu á gagnkvæmum hafnbönnum Napóleons og Bretastjórnar voru
þegnar hinna nýstofnuðu Bandaríkja Norður-Ameríku. Það var þvi
eðlilegt að einstöku kaupsýslumenn þar fengju áhuga á að reyna
fyrir sér um verslun við Islendinga. Magnús Stephensen leitaðist
við að stuðla að því meðan hann dvaldist í Björgvin í Noregi vet-
urinn 1808-1809. Þar kynntist hann Samuel Staples, skipstjóra á skip'
inu Neptune & Providence frá Rhode Island, og tókst að telja hann
á, (með samþykki Trampes sem var þá líka í Noregi) að fá hús-
bændur sína þar vestra, Samuel Butler & Son í borginni Provi-
dence, til að gera út verslunarleiðangur til íslands sumarið 1809-
Staples komst hins vegar ekki þangað eða nánar tiltekið til Reykja-
víkur fyrr en undir lok ágústmánaðar, þ.e. um það leyti sem aðal-
kauptíðinni var að ljúka og orðið of áliðið til að sigla á verslunar-
staði í öðrum landshlutum. Það varð því úr, Magnúsi Stephensen
til sárra vonbrigða, að Phelps keypti vörufarminn í skiptum fyrir
59 Anna Agnarsdóttir, „Great Britain and Iceland", bls. 184-97, 208-10.
60 Sama rit, bls. 201-205.
61 Lovsamling for Island VII, bls. 510-13, 563-64, 590-91, 601-602. - Anna Agr>'
arsdóttir, „Great Britain and Iceland", bls. 205-208,233-35,241-52.