Saga - 1997, Page 115
TILSKIPUN UM AUKIÐ VERSLUNARFRELSI
113
íslenskar afurðir, svo sem ull og tólg, er honum hafði greinilega
tekist að safna miklum birgðum af.62
Árið 1810 kom til íslands kaupfar á vegum Edwards Crufts kaup-
sýslumanns í Boston, og hugðist hann halda áfram viðskiptum við
landsmenn næstu árin. Harðýðgi Breta gagnvart bandarískum kaup-
förum og stríðsátök, sem urðu af þeim sökum milli þessara þjóða á
árunum 1812-14, komu á hinn bóginn í veg fyrir það. Cruft lagði
þó ekki árar í bát og fékk þann 22. mars 1815 konunglegt danskt
leyfi til allt að þriggja ára, til þess að senda árlega eitt til tvö kaup-
för til íslands. Höfðu danski aðalræðismaðurinn í Boston, (sem var
þá staddur í Kaupmannahöfn), Castenskjold stiftamtmaður á Islandi
°g loks sjálft Rentukammerið mælt eindregið með leyfisumsókn
Crufts. En aðalræðismaðurinn hafði að sögn hvatt til leiðangursins
árið 1810. Annað mál er það að aldrei varð úr frekari siglingum á
Vegum Crufts til íslands, m.a. vegna þess hve seint leyfið barst
honum árið 1815, og svipuð varð raunin síðar er hann fékk leyfið
framlengt.63
Rætt og deilt um hvort auka eigi verslunarfrelsi íslendinga.
Verslunarnefndin 1816
Þegar hlutaðeigandi ráðamenn í dönsku stjórninni veltu því fyrir
Ser á þessum árum hvort veita ætti þessum eða hinum utanríkis-
kaupmanni tímabundið verslunarleyfi á íslandi var það algengasta
viðkvæðið, að einskorðun íslensku verslunarinnar við Danaveldi
v®ri nauðsynlegri nú en nokkru sinni áður fyrir hag ríkisins og
Verslun þegnanna eftir missi Noregs og önnur stóráföll af völdum
sfríðsins.f>4 í konungsúrskurðinum um verslunarleyfið til Crufts 22.
mars 1815 og undanfarandi meðmælum Rentukammers með um
sókn hans kveður hins vegar óvænt við annan tón. Kammerið segir
að við afnám einokunarinnar forðum hafi verið talið nauðsynlegt
að einskorða íslensku verslunina við Danaveldi, bæði vegna fjar-
iaegðar landsins frá aðalhlutum ríkisins og til þess að þegnarnir
Anna Agnarsdóttir, „Great Britain and Iceland", bls. 117-18. - RA. Rtk. 373,
133. Magnús Stephensen til Rtk. 27. sept. 1809.
63 Lovsamling for Island VII, bls. 539-41,720,823-24.
64 Heckscher, Eli F., The Continental System, bls. 127—48 - Lovsamling for Island,
bls. 510-13,590-91.
8'Saga