Saga - 1997, Blaðsíða 118
116
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
afar æskilegt væri að þeir fjölluðu einnig um það. Þannig lagði
Bjarni til með viðeigandi hógværð að nefnd yrði sett í málið og sú
varð niðurstaðan.68
Nefndin var skipuð með konungsúrskurði og erindisbréfi 5. mars
1816 og áttu sæti í henni þrír menn frá Rentukammeri, tveir frá
Kansellíi og einn frá Tollkammeri (sem hét þá fullu nafni General-
toldkammer og kommercekollegium), en ritari var skipaður Bjarni
Þorsteinsson. Nefndin átti bæði að fjalla um íslensk málefni og fær-
eysk, en fyrsta og aðalverkefni hennar og það sem hér skiptir meg-
inmáli var íslenska verslunin. Skyldi nefndin íhuga við hvaða skil-
yrði væri hægt að gefa hana alveg frjálsa og þá hvort unnt væri
jafnframt að koma á tollþjónustu í landinu.69 Nefndinni var veitt
umboð til að hafa samráð við Magnús Stephensen og aðra nær-
stadda er þekktu til á Islandi, en ekki voru þeir tilgreindir nánar.
Þar var þó t.d. um að ræða Castenskjold stiftamtmann, Frydens-
berg fyrrverandi landfógeta, sýslumennina Gunnlaug Briem og
Þórð Thorlacius og svo að sjálfsögðu íslandskaupmenn sem voru
þó engir hlutlausir aðilar. Bjarna Þorsteinssyni segist svo frá í endur-
minningum sínum að nefndin hafi byrjað störf sín með miklum
bréfaskriftum til ýmissa manna, er verið hefðu á íslandi, „um
rýmkun verslunarinnar, tollstjórn o.fl." En gervallir íslandskaup-
menn hafi rokið upp til handa og fóta eins og öll tímanleg velferð
þeirra væri í veði.70
Þannig voru nú svipaðar kröfur og settar höfðu verið fram í al-
mennu bænarskránni um fullt verslunarfrelsi fyrir ísland komnar
til umræðu að nýju, en með allt öðrum hætti en forðum og við ger-
breyttar aðstæður. Til viðbótar fyrrnefndum tillögum, sem Magnús
lagði fyrir konung, sendi hann nefndinni ýtarlegar greinargerðir i
mars og apríl 1816. Hann lagði sem fyrr áherslu á jafnan rétt Is-
lendinga við aðra þegna ríkisins til alfrjálsrar verslunar og benti a
hversu harkalega nýlendufyrirkomulagið hefði komið niður á lands-
mönnum, en út yfir hefði tekið á stríðsárunum. Nú hefði viðskipta-
svæði íslands dregist stórum saman við missi Noregs, svo að versl-
un landsins væri nær eingöngu bundin við Kaupmannahöfn og
68 ÞÍ. Rtk. I.J. 12, nr. 2527. Skjöl verslunarnefndar 1816. Bjami til Mastings 11-
des. 1815. - Bjarni Þorsteinsson, „Sjálfsævisaga", Merkir íslendingar II, 61s-
285-87.
69 Lovsamling for Island VII, bls. 579-80.
70 Bjarni Þorsteinsson, „Sjálfsævisaga", Merkir íslendingar II, bls. 288-89.