Saga - 1997, Page 119
TILSKIPUN UM AUKIÐ VERSLUNARFRELSI
117
hinn þrönga markað þar og fáeina menn (en fastakaupmenn voru
hd. um þessar mundir aðeins 16). Þess vegna væri frjáls verslun
við þjóðir í Evrópu og Norður-Ameríku íslendingum lífsnauðsyn,
en takmarka mætti umsvif utanríkismanna í landinu við lausaversl-
Un nema þeirra er settust þar að sem borgarar. Grundvallaratriði
v*ri að fastakaupmenn byggju á íslandi, þannig að verslunin flytt-
lst inn í landið til örvunar innlendum atvinnuvegum, en að slíku
yrði best stuðlað með því að koma henni sem mest í hendur ís-
lenskra manna. í því skyni þyrfti t.d. að leyfa stofnun nýrra kaup-
tuna á hentugum stöðum, enda hefði reynslan sýnt að gagnslaust
væri og jafnvel skaðlegt að takmarka fjölgun þeirra, eins og gert
hefði verið í þeirri trú að það yrði svonefndum kaupstöðum til
framdráttar. Raunverulegir kaupstaðir gætu aðeins myndast við
alfrjálsa verslun, en þó varla nema í Reykjavík og á Akureyri.71
Svipaðrar skoðunar og Magnús var Þórður Thorlacius, sem hafði
allst upp í Kaupmannahöfn en var íslenskur í föðurætt. Hann var
sýslumaður á íslandi í um hálfan annan áratug, lengst af í Suður-
hlúlasýslu, og ofbauð sú verslunarkúgun sem íslendingar urðu að
búa við. Lýsir hann þessu ástandi umbúðalaust í álitsgerð sinni til
verslunarnefndarinnar 27. mars 1816. Starfsbróðir hans í Eyjafjarð-
arsýslu, Gunnlaugur Briem, var hins vegar mjög svo tvíbentur í
alitsgerð sinni um sama leyti og er því lítið á henni að græða.
Að því er Castenskjold og Frydensberg varðar, þá gat sá fyrr-
nefndi hugsað sér (í álitsgerð 23. mars 1816) að leyft yrði að stofna
ný kauptún á hentugum stöðum og utanríksmönnum jafnvel veitt-
nr lakmarkaður aðgangur að íslensku versluninni. Og því skal
við að í fyrrnefndum meðmælum sínum með verslunarleyfi
úl Crufts kaupmanns var Castenskjold furðuþungorður um einok-
nn fastakaupmanna í verslun landsins. Hins vegar var Frydens-
erg (í álitsgerð 1. apríl) mótfallinn öllum breytingum og fullyrti
að þær yrðu ríkinu og höfuðborg þess, sem og kaupmönnum og
slendingum sjálfum til stórtjóns.72
Eins og haft er eftir Bjarna Þorsteinssyni hér framar stóð ekki á
1 W- Rtk. I.J. 12, nr. 2527. Skjöl verslunarnefndar 1816. Frá Magnúsi Stephen-
72 Sen °8 20. mars og 14. apríl 1816.
Skjöl verslunarnefndar 1816. Álitsgerðir Þórðar, Gunnlaugs, Castenskjolds
°8 Frydensbergs. Um ummæli Castenskjolds um einokun fastakaupmanna
s)á Lovsamling VII, bls. 539-^10.