Saga - 1997, Blaðsíða 120
118
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
því að kaupmenn létu frá sér heyra, og það gerðu þeir bæði í bréf-
um til nefndarinnar og opinberlega. Holger Peter Clausen, er hefur
þegar verið getið sem sendimanns Islandskaupmanna í Bretlandi,
hélt aðallega uppi svörum fyrir þá. Birti hann þau á prenti í sér-
stökum bæklingi ásamt bréfum nokkurra þessara stéttarbræðra
sinna, sem og umbeðnum álitsgerðum frá Félagi stórkaupmanna,
Hörmangarafélaginu og nokkrum öðrum aðilum er voru sama sinn-
is. Segja má að skrif Clausens séu eins konar samnefnari fyrir af-
stöðu kaupmanna og skoðanabræðra þeirra, og áhrifin af ritdeilun-
um forðum út af almennu bænarskránni leyna sér ekki. Bækling
sinn nefndi hann Nogle Betænkninger om det Sporgsmaal: Er en Frie-
handel for fremmede Nationer paa Island skadelig for Danmark og Island?
Clausen var ekki í neinum vandræðum með að svara þessum spurn-
ingum játandi. Varðandi ísland notaði hann t.d. þær gömlu rök-
semdir, sem fastakaupmenn og ýmsir ráðamenn tefldu löngum
fram, að utanríkiskaupmenn flyttu aðallega óþarfa- og óhófsvarn-
ing til landsins, gagnstætt því sem danskir fastakaupmenn gerðu.
Auk þess fengjust helstu nauðsynjavörur Islendinga einmitt í Dana-
veldi eða löndunum við Eystrasalt, svo sem kornvörur, timbur,
járn, hampur eða fiskilínur. Alfrjáls verslun myndi ennfremur valda
algerri ringulreið í íslensku versluninni og síðan siglingaleysi. Fasta-
kaupmenn gætu þá ekki lengur vitað fyrirfram hversu mikið af
vörum eða hve mörg skip þeir þyrftu að senda árlega til landsins.
Nóg væri óvissan sem stafaði þegar af lausaverslun innanríkis-
manna. í byrjun alfrjálsrar verslunar flykktust sjálfsagt alls konar
kaupahéðnar til landsins í von um skjótfenginn gróða, en hyrfu
síðan vonsviknir á brott eftir að hafa gengið svo nærri fastakauþ-
mönnum að þeir neyddust flestir til að leggja upp laupana.73 ís-
lenska verslunin myndi þá vísast breytast aftur í sumarverslun
eins og forðum daga, sem kæmi á vorin en hyrfi á haustin þegar
sæmilega áraði en yrði lítil sem engin í hörðum árum, hvað þá a
stríðstímum. f síðasta stríði hefði fastakaupmönnum tekist með sam-
þykki stríðsaðila, feiknalegum erfiðismunum og tilkostnaði að halda
uppi siglingum milli Danmerkur og íslands og þannig að bjarga
landsmönnum frá tortímingu (0delæggelse, bls. 13). Ovíst væn
hins vegar að stríðsaðilar sýndu íslandi slíka tillitssemi ef verslun
þess væri alfrjáls, og líklegast myndu Bretar þá slá eign sinni a
73 Clausen, H.P., Nogle Betxnkninger, bls. 4-13.