Saga - 1997, Side 124
122
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
áliti til Mestings í desember árið áður, þ.e. að best væri að gefa
íslensku verslunina frjálsa í áföngum. Snöggar breytingar hentuðu
hvorki landsmönnum né fastakaupmönnum og allra síst á þessum
erfiðu tímum. Þess vegna væri athugandi að leyfa fáeinum utan-
ríkismönnum að stofna verslanir í kaupstöðum landsins, sem yrðu
þá jafnframt opnaðir fyrir beinum viðskiptum við utanríkislönd.
Þetta myndi stuðla að viðgangi a.m.k. sumra þessara kaupstaða,
enda ástæða til að ætla að innanríkiskaupmenn settust þá líka þar
að, einkum ef leitast væri markvisst við að fækka úthöfnunum-
Með þessu ætti að vera hægt að koma upp kaupstöðum, sem væru
nauðsynlegar miðstöðvar verslunar og jafnvel fleiri atvinnuvega í
landinu. En það væri grundvallaratriði alfrjálsrar verslunar og óhjá-
kvæmilegrar tollþjónustu þar. Bjarni var þannig um þetta leyti á
öndverðum meiði við Magnús Stephensen um stefnuna í mál-
efnum kaupstaða og úthafna en aðhylltist hinar hefðbundnu kenn-
ingar landsnefndar síðari og sölunefndar, svipað og Ólafur Stefáns-
son hafði einnig gert.84 Og eftir að Bjarni varð amtmaður í vest-
uramti 1821 reyndi hann í fyrstu að framfylgja þessari stefnu, er
hann gekkst fyrir því að verslunarrekstri var hætt í Straumfirði á
Mýrum og á Arnarstapa á þeim forsendum að óþarflega mörg
kauptún væru í kaupstaðarumdæmi Grundarfjarðar.85 Hins vegar
skipti hann smám saman um skoðun varðandi gagnsemi kaup-
staðafyrirkomulagsins og rökstuddi í bréfi til Rentukammersví lok
september 1832 að það stæði íslensku versluninni beinlínis fyrir
þrifum og því bæri að leggja það niður.86 Það var svo gert með til-
skipun 28. desember 1836, eins og drepið er á hér framar, og var í
samræmi við tillögur verslunarnefndar þeirrar er starfaði á árun-
um 1834-35 og Bjarni átti sæti í.87
Auk Jensens virðist Anders Sando 0rsted, fulltrúi Kansellísins í
verslunarnefndinni, hafa verið mjög virkur við að móta niðurstöð-
ur hennar dönskum aðilum í hag. Að þeim fengnum kom það svo i
hlut ritarans, Bjarna Þorsteinssonar, að semja tillöguskjal (forestill-
ing) nefndarinnar til konungs ásamt frumvarpi að tilskipun og
ýmsum bréfum er tengdust henni. Að sögn Bjarna átti 0rsted veru-
84 Sigfús Haukur Andrésson, Verzlunarsaga, bls. 359-67, 391-97, 418-21, 670-
71.
85 Sama rit, bls. 495-98, 504-505.
86 Brb. vesturamts 1831-33, nr. 1331,30. sept. 1832.
87 Lovsamling for Islatid X, bls. 460,487,825 o.áfr.