Saga - 1997, Blaðsíða 125
TILSKIPUN UM AUKIÐ VERSLUNARFRELSI
123
legan þátt í tillöguskjalinu, einkum þar sem leitast var við að færa
rók að því að Islendingum væri síður en svo nokkur akkur í beinni
verslun við utanríkisþjóðir.88 Slíkar röksemdir voru eðlilegur þátt-
Ur í því að réttlæta áframhaldandi einokun Dana á íslensku versl-
uninni, að viðbættri þeirri útbreiddu kenningu að ísland yrði að
öðrum kosti ríkinu til byrði, en hvorutveggja er t.d. haldið fram í
skrifum Clausens.89 í samræmi við þetta lét góðkunningi hans,
Rosenkrantz utanríkisráðherra, þær skoðanir í Ijós í sambandi við
úrekaðar umsóknir fyrirtækisins Horne & Stackhouse í Liverpool
um leyfi til að halda áfram verslun á íslandi, að þátttaka utanríkis-
manna í henni myndi gera landið að þungbærri eign fyrir ríkið. En
hlgangur konungs með því að láta það ekki af hendi (ásamt Nor-
egi) í friðarsamningum við Svía hefði einmitt verið sá, að tryggja
Þegnum sínum áfram íslensku verslunina og siglingar tengdar
henni.90
Clausen endurtók í aðalatriðum það sem kaupmenn, og þá eink-
um Kyhn, höfðu haldið fram forðum í deilunum út af almennu
öænarskránni, þ.e. að íslendingar legðu svo sem ekkert af mörkum
hl sameiginlegra útgjalda ríkisins. Skattgjöld þeirra nægðu ekki einu
smni fyrir kostnaði við embættismannahald í landinu sjálfu. Lands-
menn væru einnig lausir við herþjónustu og greiddu enga tolla.
^agstæð áhrif íslensku verslunarinnar á danskt atvinnulíf og við-
skiptajöfnuð Danmerkur gagnvart útlöndum væri þess vegna eini
i^agnaður móðurlandsins af íslandi.91 Hinni hlið málsins sleppti
Clausen (svipað og fyrirrennarar hans) að samkvæmt fríhöndlun-
arlögunum nutu kaupmenn sjálfir mjög víðtæks skattfrelsis á ís-
l^ndi sem kaupstaðarborgarar þar. Og þetta skattfrelsi var ekki af-
numið að fullu fyrr en árið 1848.92 Skattfrelsið á íslandi reyndu svo
kaupmenn, að sögn Bjarna Þorsteinssonar í fyrrgreindu áliti til
Mostings, að nota til að smeygja sér undan skattgreiðslum í Kaup-
íUannahöfn, þótt þeir væru í reynd búsettir þar. En Bjarni hefði
vart árætt að fullyrða þetta án þess að geta sannað það.93
88 Merkir íslendingar II, bls. 290.
89 Nyeste Skilderie af Kjebenhavn, 1816, nr. 40, d. 632-33.
90 Lovsamling for Island VII, bls. 590.
91 Nyeste Skilderie af Kjobenhavn, 1816, nr. 41, d. 643-44. - Kyhn, G.A., Nedværge,
bls. 14-15.
92 Sigfús Haukur Andrésson, Verzlunarsaga, bls. 101-106.
98 Bjarni til Mostings 11. des. 1815. Skjöl verslunarnefndar 1816.