Saga - 1997, Page 126
124
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
Varðandi tollfrelsið skal þess getið að samkvæmt fríhöndlunar-
lögunum frá 1786-87 skyldi íslenska verslunin vera a.m.k. fyrstu
20 árin undanþegin tollum til ríkisins, ýmsum sköttum til bæjar-
félaga í ríkjum og löndum konungs, lestagjöldum af skipum o.fl.
Þó að nokkur gjöld væru smám saman lögð á íslensku verslunina
eftir því sem leið á fríhöndlunartímabilið, var hún samt áfram und-
anþegin eiginlegum tollum. En að þessu er nánar vikið hér aftar.
Það voru þess vegna að öllu samanlögðu engin smáræðis hlunn-
indi sem kaupmenn urðu aðnjótandi í eftirgjöf á sköttum og skyld-
um. Komu því aðdróttanir þeirra í þessu efni á hendur íslending-
um óneitanlega úr hörðustu átt. Að vísu má gera ráð fyrir að þetta
hafi líka verið landsmönnum í hag, þar eð verslunin hefði annars
verið þeim ennþá óhagstæðari, enda hefðu tollatekjur af íslensku
versluninni sjálfsagt runnið beint í ríkissjóð en ekki til framfara-
mála á Islandi, eins og embættismenn í landinu höfðu stundum
lagt til.94
Tillögur verslunarnefndarinnar
Niðurstöður verslunarnefndarinnar voru mjög í samræmi við skoð-
anir Clausens og starfsbræðra hans, enda vitnaði hún óspart til
þeirra í álitsgerð sinni. Ahrif Jensens á hana blasa líka alls staðar
við, en hún er dagsett 17. ágúst 1816.95 Nefndin kvað kvartanir
Magnúsar Stephensens og fylgismanna hans yfir fyrirkomulagi ÍS'
lensku verslunarinnar, sem og úrbótatillögur þeirra, vera í aðalatrið-
um þær sömu og settar hefðu verið fram forðum í hinni svonefndu
almennu bænarskrá. En þeim hefði verið að mestu leyti hafnað
sem óraunhæfum með konungsúrskurði 29. september 1797.96
Verslunarnefndin hélt því fram að þeir annmarkar, sem íslend-
ingar kvörtuðu yfir, væru í rauninni ekki fyrirkomulagi verslun-
arinnar að kenna heldur takmörkuðum gæðum landsins. Framleiðsla
útflutningsvara þar væri t.d. ærið sveiflukennd og afkoma íbúanna
eftir því. Auk þess væri eftirspum eftir íslenskum vömm erlendis
umtalsverðum breytingum undirorpin. Enginn grundvöllur veeri
94 Sigfús Haukur Andrésson, Verzlunarsaga, bls. 199-200, 679-82.
95 RA. Rtk. 2411, 83. Relations og Resolutions Protokol, B, nr. 292, bls. 1-108-
Alitsgerð verslunarnefndar.
96 Sama heimild, bls. 47 o.áfr.