Saga - 1997, Page 127
TILSKIPUN UM AUKIÐ VERSLUNARFRELSI
125
þess vegna fyrir meiri kaupsiglingum til íslands en hefðu verið þang-
að á árunum 1788-1807, eða um 56 skip að meðaltali árlega, samtals
um 2.275 stórlestir. Og ætla mætti að þær næðu nú fljótlega aftur
þessu eðlilega hámarki sínu. Þar með yrði eins mikil samkeppni í
íslensku versluninni og hún framast þyldi. Það yrði því á allan hátt
skaðlegt og aðeins til þess fallið að skapa ringulreið í henni að opna
hana upp á gátt fyrir erlendum lausakaupmönnum, sem myndu
vísast hafa mestmegnis óþarfavaming á boðstólum. Almennt væri
það líka síður á færi utanríkiskaupmanna en danskra að útvega
landsmönnum brýnustu nauðsynjavörur. Nefndin taldi það einnig
vera ókostum landsins að kenna fremur en verslunarfyrirkomulag-
inu að efnaðir kaupmenn vildu yfirleitt ekki búa þar, svo að ekki
væri unnt að reka virka utanlandsverslun frá íslandi. Varla væri hins
vegar hægt að leggja aðrar og meiri kvaðir á kaupmenn en að þeir
rsekju þar stöðuga verslun árið um kring og hefðu þar búsetta versl-
nnarstjóra. Og þannig yrði þetta að öllum líkindum um ófyrirsjáan-
lega framtíð. Augljóst væri því að fullt verslunarfrelsi hentaði Is-
iandi alls ekki, enda væri ennþá síður við því að búast að kaupmenn
frá utanríkislöndum vildu fremur setjast þar að en danskir þegnar.1’7
Nefndin kvað þó ekki þar með sagt að líta ætti á landið sem ný-
lendu, enda hefði það jafnan notið sömu umhyggju og aðrir hlutar
ríkisins. Landsmenn væm meira að segja undanþegnir ýmsum
opinbemm gjöldum og kvöðum sem aðrir þegnar ríkisins yrðu að
inna af höndum. Fyrir þetta væri ekki ætlast til annars endurgjalds
íslands hálfu en þess hagnaðar, sem fengist við það að talsverð-
Ur fjöldi þegnanna hefði atvinnu af íslensku versluninni sjálfum
sér og ríkinu til gagns. Óvíst væri líka að ísland gæti á nokkurn
annan hátt greitt þau gjöld, sem sanngjarnt væri að leggja á það ef
verslunin yrði gefin alveg frjáls og hagnaðurinn af henni gengi
þegnunum úr greipum. Engin aðstaða væri til að bæta það upp
tollum sökum þeirra miklu vandkvæða sem væm á því að
starfrækja virka tollþjónustu í landinu.48
Niðurstaða nefndarinnar um þetta efni varð þannig sú, að jafn-
framt því sem fullt verslunarfrelsi væri afar varhugavert fyrir Is-
^ Sama heimild, bls. 56-68.
Álitsgerð verslunamefndar, bls. 68-71. - Sigfús Haukur Andrésson, Verzlun-
arsaga, bls. 27-30, 310-16, 663-66, 734, 764-66, 777-78 (um nýlendukenning-
una og andmæli gegn henni).