Saga - 1997, Page 128
126
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
lendinga væri það stórskaðlegt Dönum. Þeir mættu alls ekki við
því að missa neitt af þeim hagnaði sem af íslensku versluninni væri
að hafa, allra síst nú er verslun þeirra sjálfra og siglingar og at-
vinnuvegir tengdir þeim væru í kalda koli eftir styrjöldina. Þessi
verslun veitti ekki aðeins mörgum skipum og áhöfnum vinnu við
siglingar milli Danmerkur og Islands, heldur og til landanna við
Eystrasalt og Miðjarðarhaf. Þangað færi venjulega mest af þeim
íslensku vörum sem væru ekki notaðar í Danmörku. Síðan tækju
þessi skip jafnan að sér alls konar leiguflutninga á vörum til baka
frá þessum löndum. Með þessu og sölu íslenskra vara til útlanda
ynnust inn álitlegar upphæðir til að bæta viðskiptajöfnuð ríkisins.
íslenskar vörur væru þannig fluttar út til mjög mikils ábata fyrir
danska verslun, að svo miklu leyti sem þær væru ekki notaðar 1
Danmörku. Þá mætti ekki gleyma hvílíkur hagnaður væri af því að
skipta við íslendinga á vörum þeirra og dönskum vörum, t.d. korni,
sem og vörum er fullunnar væru í Danmörku. Sama væri að segja
um vörur sem Danir gætu auðveldlega útvegað frá útlöndum, svo
sem hamp, járn o.fl. En nefndin taldi að árlegt verðmæti útflutn-
ings frá íslandi væri að meðaltali tvöfalt meira en innfluttra vara til
landsins. Auk þess minnti hún á að Islandssiglingarnar væru ómet-
anlegur skóli fyrir danska sjómenn og til að þjálfa nauðsynlegan
mannafla á flota konungs."
Sýnt þótti að auk kaupmanna sjálfra og starfsmanna þeirra hefði
fjöldi annarra danskra þegna beina og óbeina atvinnu af íslensku
versluninni, einkanlega í Kaupmannahöfn. Þannig var það t.d. uiu
alls konar kaupsýslumenn sem Islandskaupmenn skiptu við, skipæ
eigendur, sjómenn, iðnaðarmenn og daglaunamenn. Þá má ekki
gleyma bændum sem ræktuðu korn til sölu á íslandi, en hinn til-
tölulega litli markaður þar varð nú mun mikilvægari en áður vegna
missis Noregs. Þangað hafði jafnan selst mikið af dönsku korm,
m.a. lélegri hluti þess er seldist alls ekki til útlanda. Útflutningur
danskra kornvara til utanríkislanda hafði auk þess dregist mjög
saman eftir að friður komst á.100
Gagnstætt Clausen viðurkenndi verslunarnefndin að aðskilnað-
ur Noregs frá Danaveldi væri talsvert áfall fyrir íslendinga. Þaðan
99 Álitsgerð verslunarnefndar, bls. 71-73.
100 Clausen, H.P., Nogle Betænkninger, bls. 21-23 og fylgiskjal 7, þ.e. álit Félags
stórkaupmanna.