Saga - 1997, Page 134
132
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
tækið Horne & Stackhouse í Liverpool fór fram á stuðning hennar
til að fá að halda áfram verslun á Islandi. Fyrirtækið leitaði þá til
danska sendiherrans í London og síðan beint til dönsku stjórnar-
innar í þessum erindum en fékk, eins og framar getur, aðeins tíma-
bundið leyfi til verslunar á Islandi, sem var svo sjálfhætt með hin-
um háu leyfisgjöldum tilskipunarinnar 11. september 1816. Á sömu
leið fór um hitt verslunarhúsið í Liverpool, Titherington & Allan-
son, og þar með lauk þeim breska verslunarrekstri sem hafist hafði
á Islandi á stríðsárunum.109
Það verður þannig að teljast réttmætt sem Bjarni Þorsteinsson
segir í endurminningum sínum, er ritaðar voru löngu síðar, að til-
skipunin 1816 hafi í raun réttri verið óbeint bann við allri erlendri
verslun á Islandi. Hann heldur því reyndar einnig fram að skipun
verslunarnefndarinnar hafi aðeins verið málamyndaverk, þar eð
ekkert hafi verið stjórninni fjær skapi en gefa íslensku verslunina
alveg frjálsa. Rentukammerið hafi líka framfylgt því af alefli að
þeir fáu Englendingar, sem sett hefðu upp verslun í Reykjavík á
stríðsárunum, skyldu selja allt sitt og hafa sig á burt.110
Bjarni getur hins vegar ekki um önnur tildrög að skipun nefnd-
arinnar en tillögur Magnúsar Stephensens (og sumpart Stefáns
Þórarinssonar) haustið 1815. Hann minnist ekkert á undanfarandi
tillögur Rentukammersins 18. mars þetta sama ár og konungsúr-
skurðinn 22. sama mánaðar í samræmi við þær um að kammerið
íhugaði, hvort gefa ætti íslensku verslunina alveg frjálsa. Til þessa
konungsúrskurðar vísuðu einmitt þeir Magnús og Stefán, og það
var að sjálfsögðu á grundvelli hans sem Magnús lagði tillögurnar
fyrir konung. Hið mikla ósamræmi milli þessa konungsúrskurðar
og þeirrar stefnu, sem varð ofan á árið eftir í málefnum íslensku
verslunarinnar, má svo a.m.k. sumpart skýra með fjarveru kon-
ungs og Rosenkrantz utanríkisráðherra hans í Vínarborg á útmán-
uðum 1815. Frjálslyndari menn, sem vildu bæta verslunarkjör Is-
lendinga, virðast hafa reynt að móta nýja stefnu í þessum málum
meðan þeir fyrrnefndu voru fjarverandi. Þegar til kastanna kom
urðu hinir hlutskarpari sem vildu engar eða sem allra minnstar
breytingar. Byggðist sú niðurstaða m.a. á þeim síendurteknu for-
sendum að hagsmunir Islands yrðu að víkja fyrir þörfum ríkisins i
heild.
109 Anna Agnarsdóttir, „Great Britain and Iceland", bls. 233-52.
110 Bjarni Þorsteinsson, „Sjálfsævisaga", Merkir íslendingar II, bls. 289.