Saga - 1997, Page 148
146
SIGURÐUR GYLFI MAGNÚSSON
ferlaflutningum fólks úr dreifbýli í þéttbýli. Það voru einkum tveir
hópar sem tóku þátt í þessari umræðu. Það voru annars vegar vök-
ulustu ármenn bændastéttarinnar og hins vegar fulltrúar hinnar
vaxandi borgarastéttar (millistéttar). Meginumræðuefnin hjá báð-
um hópum voru þau sömu þó svo að um þau væri fjallað út frá
ólíkum forsendum. Hér á eftir verða fyrst reifuð helstu rök þeirra
bænda sem tjáðu sig á opinberum vettvangi um upplausn heimil-
anna og ástandið í menntamálum þjóðarinnar og sú umræða síðan
borin saman við orðræðu millistéttarfólks um sömu málefni. Hug-
myndin er að varpa ljósi á þær áherslur sem fram koma um hlut-
verkaskipan kynjanna á tímabilinu og tengslin sem voru á milh
bænda og borgara í þeim efnum.
I fyrsta lagi litu talsmenn bændastéttarinnar svo á að sókn fólks
úr sveitunum væri almennri óstjórn heimilanna að kenna. Hús-
bændurnir létu konur, börn og vinnufólk vaða uppi með óæskileg-
ar kröfur sem væru til þess gerðar að knésetja heimilin. í greinum
sem skrifaðar voru í þeim anda var konum oft sendur tónninn. Til
dæmis skrifaði Vigfús Guðmundsson mikinn greinabálk um stöðu
landbúnaðarins og þátt vinnufólks í þeirri þróun: „Helstu orsakir
til þess, að verkafólkið streymir úr sveitunum að sjónum, munu
vera peningahugur, sjáljræðislöngun og nautnafýsnir,"13 Þetta taldi höf-
undur eðlilegar hvatir en óskynsamlegar þar sem fólk hefði það
mun betra í sveitum landsins en í bæjum. Aðdráttarafl kaupstað-
anna fyrir karla væri hóglífið en fyrir konur hégóminn. Afleiðing'
arnar væru hrikalegar og kæmu meðal annars fram í hruni land-
búnaðarins. Alvarlegt ástand blasti við hvert sem litið var: „Afleið-
ingar af sjálfræðislönguninni eru meðal annars öreiga giftingar, og
- nærri sönnu sagt - örvita giftingar, með sínum alþektu óheilla-
fylgifiskum", sem að áliti Vigfúsar fólust einkum í þungum álög-
um fyrir bændur. En upptalningunni var ekki lokið:
Einnig ólíðandi barnauppeldi, ekki aðeins hjá þeim hjónum,
sem ekkert þekkja til barnauppeldis, og enga samvizku hafa
af ábyrgðinni, sem því er samfara og afleiðingum þess,
heldur enn fremur hjá ógiftum stúlkum, sem losa sig undan
vistarskyldunni, til að geta ferðast og flækst með börn sín,
og alið þau upp við flakk og framtaksleysi, iðjuleysi og als-
konar vesalmensku.14
13 Vigfús Guömundsson, „Verkafólk og landbúnaðurinn", bls. 61-62.
14 Sama heimild, bls. 78.