Saga - 1997, Side 149
KYNJASÖGUR Á 19. OG 20. ÖLD?
147
Grunnhugmyndin í þessari röksemdafæslu er sú að fátæku fólki
(sérstaklega konum) sé í raun ekki treystandi. Óskynsemi og ráð-
leysi einkenndi allar gerðir þess.
Þessi greinaflokkur er aðeins eitt dæmi af mörgum sem fjalla um
svipuð mál og í almennri umræðu um hagi landbúnaðarins er
skerpt á þeirri hugmynd að húsbændur þurfi að herða á klónni og
stjórna sínu fólki af meiri röggsemi en áður. Annað muni aðeins
leiða til upplausnar.15 Óþekktur greinarhöfundur lýsir þessu ástandi
a eftirfarandi hátt:
Ef allir bændur væru starfsamir og hófsamir, þá þyrftu færri
að þiggja af sveit, og þá myndi efnahagur margra sveita
vera öðruvísi en hann nú er. Hversu margir dagar af árinu
eru það ekki opt og einatt sem bóndinn eyðir næstum því í
iðjuleysi - þar af leiðir, að hjúin læra iðjuleysið - og því sam-
fara verður örbirgðin - iðjuleysinu fylgir opt hirðuleysi og
skeytingarleysi, að vanda þau sem maður gerir, og þannig
kemur eins og siðferðisleg veiki í öll störf og athafnir manna.
• Vinnuhjúin missa skyldurækt sína við húsbændurna,
heimta sitt fæði, uppeldi og kaup, en gleyma að sýna til-
hlýðilega hlýðni og árvekni í sínu kalli - börnin alast upp í
því sama, og verða ónytjungar, embættismennirnir verða
eigingjarnir, og missa sjónir á skyldum sínum við þjóðina,
og þannig kemst nokkurs konar ólyfjan inn í allan þjóð-
líkamann í heild sinni.16
^eð öðrum orðum, hvorki meira né minna en heill þjóðfélagsins
°g siðferðisþrek fólks var að veði.
1 öðru lagi bentu margir bændur á að búferlaflutningarnir stöf-
^ðu af löngun ungs fólks í aukna menntun. Þessi ásókn í fræðslu
lefði það í för með sér að ungmenni sæktu stíft í sollinn í þéttbýli
°8 sneru síðan aldrei aftur á heimaslóðir. Þetta kemur meðal ann-
ars fram í grein frá árinu 1903:
Því það er enginn efi á því, að mentaþráin er býsna sterk hjá
þjóð vorri yfirleitt. Það getur að minsta kosti ekki dulist
neinum þeim, sem hefir gert sér far um að kynnast til hlítar
^ „Hvað veldur fólkseklunni?", bls. 37-38. - Sigurður Sigurðsson, „Verkafólks-
skorturinn í sveitum", bls. 257-98. - „Atvinnuleysi - Ráðleysi. Hftir Civis",
bls. 182. - Sama heimild, bls. 190. - „Daglaunamenn", bls. 34. - Bjarni Jóns-
16 á íslandi, bls. 9.
"Sú þjóð, sem er iðjulaus, á sér litla framfaravon", bls. 30-31.