Saga - 1997, Side 150
148
SIGURÐUR GYLFI MAGNÚSSON
alþýðunni, kjörum hennar og hugsunarhætti. Það er víst
óhætt að fullyrða, að í hverri einustu sveit á landinu sé til
meira og minna af ungu fólki, sem brennur af löngun eftir
að afla sér mentunar, hugsar ekki um annað, vakandi og
sofandi en að finna einhver úrræði, til að fullnægja þeirri
löngun sinni, og gleypir með áfergju hvern einasta mola
þekkingarinnar, sem það getur komist yfir, oft og tíðum án
þess, að gera sér nokkra grein fyrir hvort þeir molar hafa að
geyma holla næringu fyrir sálarlíf þeirra og siðgæði, eða eru
ekkert annað en andlegur óþverri og sóttkveikjuefni ljótustu
lasta.17
Hugmyndin hér er sú sama og fyrr að hvetja húsbændur til að
standast freistingarnar (letina og menntalöngunina) og hafa eftirlit
með þeim sem undir þá heyrðu. Að öðrum kosti beri framtíðin i
skauti sér glötun eina.
Að áliti séra Ólafs Ólafssonar var húsbóndastaðan hin elsta og
fyrsta stofnun í mannlegu félagi:
og vér getum ekki hugsað oss, að sú staða líði nokkru sinni
undir lok, vegna þess, að hún er í raun og veru ekki verk
sjálfra mannanna, heldur á hún rót sína í mannlegu eðlú
með öðrum orðum, hún er Guðs verk; um leið og hann
skapaði mennina, myndaði hann líka þessa stöðu.18
Ólafur fjallar síðan um allt sem lýtur að heimilisstjórn og finnst þar
víða pottur brotinn. Hann fer frekar stillilegum orðum um störf
kvenna og finnst oft mikið á þær lagt. Þær nái aldrei að rísa undir
oki hversdagslífsins. En í fari kvenna finnur hann einnig bresti:
En ég get heldur ekki sleppt því að minnast á það hér, að
það er náttúrlegt þótt húsmóðurstörfin fari ekki liðlega ur
hendi hjá margri húsmóður; sést það best, er maður skoðar
þann undirbúning, sem mörg stúlkan fær undir húsmóður-
stöðuna. Svo er um þær margar, að þær fæðast í eymd og fa'
tækt, alast upp í agaleysi og við óhirðu; drekka svo í sl8
með móðurmjólkinni vesaldóminn og óþrifnaðinn.
Ólafur lýsir þessu sem hringrás sem endi síðan með ósköpum en
konur sér hann sem leiksoppa örlaganna.19
17 J. J., „Menntafýsn æskulýðsins og landbúnaðurinn", bls. 209.
18 Ólafur Ólafsson, Heimilislífið, bls. 8-9.
19 Sama heimild, bls. 45. Ólafur flutti sérstakan fyrirlestur um frelsi og réttm
kvenna nokkrum árum síðar þar sem hann hvatti samfélagið til þess að taka a
ömurlegum kjörum þeirra og bæta réttarstöðuna. Sjá Ólaf Ólafsson, Olnbo8a
barnið.