Saga - 1997, Page 152
150
SIGURÐUR GYLFI MAGNUSSON
ætluð miklu ákveðnari hlutverk en nokkru sinni fyrr. Hugmynda-
fræði millistéttarinnar varð mun markvissari en hugmyndafræðin
hafði verið í gamla samfélaginu vegna þess að nær fullur aðskiln-
aður varð á milli framleiðslu og heimila.
Eitt brýnasta verkefni millistéttarinnar var að koma meiri reglu
á þjóðfélagið, að kenna fólki að lifa í borgaralegu samfélagi með
þeim skyldum í tíma og rúmi sem því fylgdu. Millistéttin tjáði sig
þess vegna þráfaldlega um sömu atriði og þeir bændur sem skelltu
skuldinni á aga- og iðjuleysi fólks úr lágstéttunum. Sem dæmi ma
taka þá greinahöfunda sem töldu það allra hættulegast að konur
væru farnar að sækja í meiri menntun. Það út af fyrir sig væri ekki
aðeins hættulegt heldur einnig broslegt. Bríet Bjarnhéðinsdóttir sem
gjarnan hefur verið skipað í hóp helstu baráttumanna fyrir al-
mennum réttindum kvenna á þessu tímabili tjáði sig meðal annars
um menntaáhuga kvenna:
Það sem einkennir mest nú orðið fólkið af lægri stéttum
bæjarins, eða einkanlega kvenþjóðina, er þessi makalausa
mentunarsýki, sem það þjáist svo mjög af, að það nýtr hvorki
svefns né matar fyrir. Það er langt frá, að nokkur lái ungum
stúlkum, þótt þær vilji læra eitthvað, sem til fróðleiks eða
verulegs gagns gæti verið. Enn þessi „mentun" þeirra (með
gæsarlöppum eða ágæsarlöppunum) sýnist lítið menta þær'
eða gera þær skynsamari, betri eða færari í stöðu sína eftu
enn áðr. Arangurinn sýnist oftast vera sá, að þær þykjast of-
góðar til að vinna annað enn eitthvað óþarfa fitl, sem þ®r
geta svo ekki lifað af, eða eitthvað því líkt, helzt sauma, sem
þær þá ekki kunna til hlítar ...21
Bríet benti einnig á að þessi svokallaða hagnýta menntun þeima
leiddi aðeins til iðjuleysis og óreglu. En síðan sneri hún sér að bók-
legri menntun kvenna:
Sömu reglu fylgja þær með bóklega lærdóminn, ef þær ann
ars kosta nokkru upp á sig í þeim greinum, nema hvað pa<_'
er hálfu óþarfara, sem þær þá velja sér. Þær fara flestar a
grauta eitthvað í dönsku, og þykjast ekki menn með mönn
um, nema þær geti komizt fram úr ómerkilegum eldhus
rómönum, sem fjarri er að nokkuð sé á að græða. Þeim þy*
ir svo ógn gaman að geta slegið um sig með dönskum (,r
um ... Enn það þykir þeim engin hneysa, þótt þær kunm
21 Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Sveitalífið og Reykjavíkurlífið, bls. 33-34.