Saga - 1997, Side 154
152
SIGURÐUR GYLFI MAGNÚSSON
Vel uppalin og vel menntuð kona - gipt eða ógipt, - sem er
vel fær um að standa í sinni stöðu, það er: á sínu heimili, mun
optast nær afla sjer þeirrar elsku og virðingar og þeirra rjett-
inda, sem henni ber og sæmir, fyrst og fremst ... Og þó að
nú heimilið fyrst og fremst ætti að vera verksvið hennar -
og það er í sannleika víðtækt, mikilsvert og blessunarríkt
gæti hún að sjáfsögðu tekið mikinn þátt með manninum
sínum í almennum málefnum, þótt hún væri ekki í nokkurri
alþjóðlegri stöðu, eða hefði kosningarrjett o.s. frv., heldur
einungis fyrst og fremst stæði vel í sinni stöðu á heimilinu.24
Þóra gerir síðan að umtalsefni nauðsyn agans í uppeldi barna og
hvetur til að honum sé beitt á markvissan hátt, því „sjálfræðisand-
inn kemur vart nokkru góðu til leiðar, hvar sem hann drottnar, og
sá eða sú, sem hefir aldrei lært sjálf að hlýða í æskunni, getur held-
ur ekki stjórnað á seinni árum, þegar skyldan þó býður og kring-
umstæður heimta það."25
Með rýmri efnahagi millistéttarinnar skertist hlutverk konunnar
stórlega. Hún var mikið til dregin út úr framleiðsluhlutverki fyrrl
tíðar og sneri sér í æ ríkara mæli að uppeldishlutverkinu og heim-
ilisstjórn. í bændasamfélaginu hafði uppeldishlutverkinu verið sinnt
af ýmsum heimilismönnum og konan var aðeins einn hlekkur af
mörgum. Á millistéttarheimilum í þéttbýli dróst vinna kvenna sam-
an vegna þess að börnunum fækkaði og einnig færðist það í vöxt
að heimili fengju utanaðkomandi húshjálp.26Millistéttarkonur vörðu
meginhluta af tíma sínum til barnauppeldis og í tómstundir er
gjarnan þóttu efla borgaralegar dyggðir.27
Þrátt fyrir að fólk úr millistétt hafi verið fámennur hópur á IS'
landi á umræddu tímabili lét hann nokkuð í sér heyra opinberlega
24 Þóra Melsteð, „Um kvennlega menntun og Reykjavíkur kvennaskóla", t’ls;
125. - Guðrún P. Helgadóttir bendir á í umfjöllun sinni um Þóru að hún haf>
verið talsmaður jafnvirðis, þ.e. þess sjónarmiðs í samskiptum karla og kvenna
sem lagði áherslu á að konur væru jafn mikilvægir þegnar og karlar. Sjá Guð
rún P. Helgadóttir, „Þóra Melsteð", bls. 41-42.
25 Þóra Melsteð, „Um kvennlega menntun og Reykjavíkur kvennaskóla', t>ls'
125. ,
26 Sjá tvær ágætar rannsóknir um konur í vist: Sigríður Th. Erlendsdottir, «
vist", bls. 161-73. - Kristín Ástgeirsdóttir, „Konur í vist í þéttbýli 1909—1956
27 Um þróun evrópskrar millistéttar má víða lesa. Sjá til dæmis aðgengilegt yf>r
lit eftir Peter N. Stearns, European Society in Upheaval, bls. 130-43.