Saga - 1997, Síða 155
KYNJASÖGUR Á 19. OG 20. ÖLD?
153
°S þá gjarnan í því skyni að leiðbeina meðbræðrum sínum sem
töldust vera af lægri stigum. Umvöndun hvers konar var sjaldnast
langt undan; sem dæmi má nefna grein sem óþekktur höfundur
ritaði í blaðið Reykvíking í lok 19. aldar og tjáði sig um mæðurnar í
þéttbýlinu á eftirfarandi hátt:
Það mun lengi mega leita meðal hinnar yngri kynslóðar,
sem upp alin er í Reykjavík, að konur beri nokkra umhyggju
fyrir að bjarga sjer, taka þátt í því með manni sínum, eins og
konur í sveit, að afla hins daglega brauðs, og gjöra sjer grein
fyrir, hvort arðurinn af vinnunni hrökkvi til að standast
straum af gjöldum heimilisins. Aðalreglan mun vera sú, að
konan gjörir sjer aldrei nokkra grein fyrir, frá vöggunni til graf-
arinnar, hversu miklu heimili hennar eyðir um árið, og hvað mikið
það aflar; þar af leiðir, að meiri hluti bæjarmanna, æðri sem
lægri, lifa langt yfir efni sín.28
*'°Sar umræðuefnið var komið í umhverfi þéttbýlisins urðu sveita-
°nur fyrirmyndirnar en alþýðukonur í bæjum gerðar að blóra-
bögglum!
A fyrstu árum 20. aldar voru ýmis blöð eins og Kvennablaðið upp-
u af heilræðum til kvenna í sambandi við hússtjórn og uppeldi
arna °g oft hljómuðu þessi heilræði einkennilega í íslensku um-
^erfi þessa tíma. Greinilegt er að þeir sem rituðu í blaðið voru
u hi alltaf í takt við þann veruleika sem íslensk alþýða lifði og
perðist í- Greinaskrifin einkennast af tilraun til að segja fólki til og
a kynna „vandamál" sem oft virtust vera komin úr umhverfi fjar-
®gra landa. Allar lausnirnar eru bæði „fínlegar og hreinlegar"
^'Us °8 stofnun vinnuheimila fyrir trylltan götulýðinn og almennar
. ugUr um bætt uppeldisráð.29 Megininntak þessarar umræðu sner-
st um iðjuleysi, óreglu (óstundvísi og sóðaskap), óhlýðni og kunn-
uæysi og þann skaða sem þessir lestir hefðu í för með sér. Sem
"Götulýðurinn og mæðurnar", bls. 13. - Sjá einnig grein um svipað málefni:
29 " mennska og afturför", bls. 9-10.
já greinar eins og „Vinnuheimili", bls. 2-4. - Bríet Bjarnhéðinsdóttir, „Vinnu-
sfofur handa börnum", bls. 65-67, 73-75 og 81-82. Einnig: „Leikir og störf
arna", bls. 54-55. Sumar greinarnar gefa jafnvel bændalýönum hollráð í
sambandi við uppeldi barna í sveitum: „Nokkur orð um börn", bls. 65-68.
Áörar hvetja til iðjusemi og að fólk látist ekki blindast þótt það hafi fengið
emhverja menntun: „Menntun - frelsi - iðjuleysi", bls. 54-55. Loks hið sígilda
umfjöllunarefni mannasiðirnir, en á þá þótti skorta: „Menntun", bls. 23-32.