Saga - 1997, Side 181
LÝÐUR BJÖRNSSON
Við vefstól og rokk
Danska stjórnin reyndi að bæta verkkunnáttu á íslandi á síðustu tveimur
tugum 18. aldar og varði talsverðu fjármagni til þessa verkefnis. I greininni
er fjallað um þessa viðleitni að hluta til og getið um tilraun til að auka kunn-
áttu í vefnaði. Þá fóru 20-30 ungmenni utan til náms í vefnaði og spuna.
Rakinn er ferill þessara nema í Danmörku og getið um námsafrek þeirra.
Einnig er reynt að fylgja þeim eftir að námi loknu, en allmargir nemanna
virðast hafa ílenzt í Danmörku, meðal annars allflestir þeirra nema, sem
stóðu sig bezt í námi. Aðstæður á íslandi buðu þá þessu fólki ekki upp á að
hafa lífsviðurværi af iðn sinni.
Oldum saman áttu íslendingar ekki kost á annarri verkmennt-
un en þeirri, sem veitt var í foreldrahúsum, vistum eða ver-
stöðvum, að minnsta kosti ekki flestir hverjir, og gilti þetta um alla
vinnu, tóvinnu og smíðar sem annað. Að vísu má fullvíst telja, að
stundum hafi ungmennum verið komið fyrir hjá lagtæku fólki til
a& læra af því handbragð, en flestir hafa þeir lærimeistarar verið
sjálfmenntaðir. Á þessu varð talsverð breyting á síðari hluta 19.
aldar, en þá voru allmargir iðnmenntaðir menn komnir til starfa í
tandinu.1 Á vegum Innréttinga Skúla fógeta var gerð tilraun til að
kenna íslendingum ullariðnað með öðru sniði en tíðkazt hafði, og
’V'Un hún hafa borið nokkurn árangur. Ný tóvinnuáhöld, rokkar og
vefstólar, voru þá tekin í notkun, og notkunin breiddist fljótlega út,
enda stuðluðu stjórnvöld með ýmsum hætti að útbreiðslunni/
Fyrir 1800 og reyndar síðar í auknum mæli fóru nokkrir einstak-
*lngar utan og öfluðu sér iðnmenntunar. Sem dæmi um menn, sem
þetta gerðu á 17. öld, má nefna þá Guðmund Guðmundsson, barokk-
meistara í Bjarnastaðahlíð, og Ásgeir snikkara Sigurðsson frá Efri-
* Guðmundur Hannesson, „Húsagerð á íslandi", Iðnsaga íslands I, bls. 1 317
(einkum bls. 182-207).
^ Lýður Björnsson, „Ágrip af sögu Innréttinganna", Reykjavík i 1100 ár, bls.
117-45 (einkum bls. 144-45).
SAGÓ XXXV (1997), bls. 179-221
L