Saga - 1997, Blaðsíða 182
180
LÝÐUR BJÖRNSSON
Rauðsdal á Barðaströnd,3 auk Hallgríms sálmaskálds Péturssonar,
sem lærði erlendis að reka járn að sögn. Talsvert fleiri iðnaðar-
menn, sem hlotið höfðu iðnmenntun erlendis, eru nafngreindir a
18. öld. Krákur Eyjólfsson, skipasmiður Innréttinganna, hafði num-
ið iðn sína á verkstæðum á Brimarhólmi,4 og Sveinbjörn A. Holt,
sem var fyrsti saltkarl við saltverkið í Reykjanesi við Isafjarðar-
djúp, var við trésmíðanám í Kaupmannahöfn, þegar honum var
boðið starf við saltverkið.5 Þetta eru aðeins tvö dæmi af mun fleiri
dæmum. Þegar losað var um verzlunarböndin 1787, sóttu allmarg-
ir iðnmenntaðir Islendingar, sem búsettir voru í Danmörku, um
styrk til að setjast að í hinum íslenzku kaupstöðum. Af bréfum
rentukammers er ljóst, að árið 1787 fékk Bergur smiður Sivertsen
styrk til að setjast að á ísafirði og þeir skipasmiðirnir Gestur Guð-
mundsson og Kristján Pétursson styrk til að setja á stofn skipa-
smíðastöð í Reykjavík. Næsta ár fengu þeir Guðlaugur hattari Þor-
valdsson og Magnús snikkari (smiður) Guðmundsson styrk til að
setjast að í Grundarfirði.6 Fleiri dæmi verða ekki rakin hér þótt til
séu. Tekið skal fram, að þeir Gestur og Kristján settust að í Hafnar-
firði7, en Hafnarfjörður var innan takmarka þess svæðis, sem tald-
ist vera kaupsvæði Reykjavíkurkaupstaðar.8
Hér er ekki ætlunin að greina nánar frá iðnaðarmönnum á fyrrl
öldum almennt, heldur verður gerð grein fyrir tilskipunum þeim,
sem nefna má fyrstu iðnlöggjöfina, og örlögum þess fólks, sem
stundaði nám samkvæmt henni.
Hugmynd og framkvæmd
Alkunna er, að verkkunnáttu íslendinga var um margt ábótavant a
fyrri öldum. Þetta var mönnum orðið ljóst um 1700. Arngrímur
Þorkelsson Vídalín (1667-1704) lagði til dæmis til, að stofnaðar
3 Kristján Eldjárn, „íslenzkur barrokkmeistari", Stakir steinar, bls. 134-71 (einw
um bls. 137-40). - „Ferðasaga Ásgeirs snikkara Sigurðssonar frá 17. öld
Blanda V, bls. 1-21. ^
4 Lýður Björnsson, „Ágrip af sögu Innréttinganna", Reykjavík í U00 ár,
128.
5 ÞÍ. Bréfab. rtk., bréf dagsett 16.12.1775.
6 S.st., bréf dagsett 12.5.1787,11.8.1787 og 15.3.1788.
7 S.st., bréf dagsett 25.6.1791 og 17.9.1793.
8 Kaupstaður í hálfa öld, bls. 38.