Saga - 1997, Page 184
182 LÝÐUR BJÖRNSSON
væntanlegir. Hlutföllin milli kynja höfðu þó raskast, piltarnir voru
orðnir tvöfalt fleiri en stúlkurnar.12
Vöntun á iðnmeistara mun vera orsök þess, að ekki voru teknir
fleiri nemar að Innréttingunum að sinni. Kemur það raunar fram 1
fleiri heimildum.13
Stjórnvöld bættu fyrir vanefndir á fyrirheitum bréfsins frá 1783
með því að ákveða að styrkja ungmenni til hliðstæðs náms í Dan-
mörku. Rentukammerið fól Levetzow stiftamtmanni og Stefám
amtmanni Þórarinssyni að velja pilt og stúlku úr hverjum lands-
fjórðungi til náms í vefnaði og spuna við einhverja verksmiðju i
Danmörku, en verzlunarstjórnin skyldi sjá þessu fólki fyrir ókeypis
fari utan. Fyrst í stað skyldi þess gætt að velja til fararinnar fólk úr
þeim sýslum, þar sem ullariðnaður stóð með mestum blóma. Kostn-
aður skyldi allur greiddur af stjórninni.14 Næsta ár fól rentukamm-
erið stiftamtmanni að velja enn átta ungmenni til náms í Dan-
mörku, tvö úr hverjum landsfjórðungi.15 Tveimur árum síðar kveð-
ur við nýjan tón, enda var þá talið varhugavert að senda fleiri Is-
lendinga utan til náms í fyrrnefndum iðngreinum og tekið er fram,
að þeirri starfsemi skuli hætt með árinu 1788.16 Þá var iðnmeistan
kominn til starfa við Innréttingarnar fyrir alllöngu (1786).
Rentukammersbréf þessi virðast traust heimild um, að 20-30
íslendingar hafi farið til náms í vefnaði og spuna í Danmörku a
árunum 1784-87, og víst er, að haustið 1785 voru 10-12 nemar
komnir þangað.17 í bréfum og skjölum rentukammersins má finna
nöfn yfir tuttugu þessara manna ásamt nokkrum upplýsingum um
æviferil þeirra, og sömu gögn gefa nokkuð ótvírætt til kynna tilvist
einna 3-5 nema að auki. Tekið skal fram, að sumir þessara manna
virðast ekki hafa hafið nám, er utan kom, og aðrir hugðu ekki bein-
línis á nám, er þeir fóru utan.
12 ÞÍ. Innréttingar til stiftamtmanns, bréf dagsett 2.12.1785.
13 ÞÍ. Bréfab. rtk., bréf dagsett 23.3.1785.
14 Lovsamling V, bls. 210-11. Bréfin eru dagsett 28.5.1785.
15 S.st. V, bls. 260. Bréf dagsett 27.5.1786.
16 S.st. V, bls. 521. Bréf dagsett 23.4.1788.
17 S.st.V,bls. 210-11.