Saga - 1997, Page 187
VIÐ VEFSTÓL OG ROKK
185
ljóst, að stjórnvöld hafa greitt kostnaðinn, 3 rd. og 66 sk.22 St. Hans-
spítali var meðal annars notaður til að vista geðsjúklinga og þá
sem sýktir voru af kynsjúkdómum. Kynni hið síðarnefnda að benda
til þess, að Howden og nemar hans hafi óttast, að Sólveig væri sýkt
af kynsjúkdómi. Orð það sem hún fær bæði fyrr og síðar bendir
síður en svo til þess, að Sólveig hafi verið úr hófi lauslát, en margt
getur að vísu gerst á langri sjóferð. Sjúkrakostnaður var lítill, og
bendir það ekki til kynsjúkdóms. Legutíminn á spítalanum hefur
verið um 4’/2 vika, enda fékk spítalinn greidd 5 mörk (1 mk. = 16
sk. = 1/6 rd.) samkvæmt bréfi, dagsettu á ráðstofu Kaupmanna-
hafnar 16. ágúst.23
Hinn 5. janúar 1785 gefur Arthur Howden Sólveigu þann vitnis-
burð, að hún hafi numið spuna til hlítar, en ekki telur hann unnt að
kenna henni kembingu, enda séu aðeins karlar ráðnir til þess starfs
°g námstíminn sé þrjú ár.24 Howden réttlætir þetta í bréfi til rentu-
kammers og segir, að járntennurnar séu mjög hvassar og einnig sé
ekki við hæfi að setja unga stúlku til náms með 12-14 ungum karl-
•nönnum.25 Rentukammerið hélt fast við fyrri boð og mælti svo
fyrir að Sólveigu skyldi eigi að síður kennt nokkuð í kembingu,
enda væri sú kunnátta nauðsynleg, ef koma ætti línvefnaði á fót á
norðanverðu íslandi.26 Hinn 1. febrúar 1785 fól rentukammerið GL
að koma Sólveigu í vefnaðarnám, og var þetta samkvæmt hennar
efyin ósk að sögn stjórnardeildarinnar.27 Nokkur breyting varð á
námi Sólveigar 1785 og verður síðar að því vikið.
Haustið 1784 kom annar ungur íslendingur, Jón Gunnlaugsson
að nafni, til spunanáms í Kaupmannahöfn. Jón var sagður vera
vinnumannssonur, en hafði eigi að síður meðmælabréf frá þeim
bræðrum Halldóri og Páli Hjálmarssonum upp á vasann.28 Páll
Þessi var rektor Hólaskóla. Tíu nýliðar bættust síðan í hóp íslenzku
iönnemanna í Danmörku haustið 1785. Konungsverzlunin gaf rentu-
kammeri upp nöfn níu þessara nema.24 Stjórnardeildin kannaðist
22 Þí. Bréfab. rtk., bréf dagsett 5.3.1785.
2^ fy- Isl. journ. 6., nr. 671.
24 W'. Isl. journ. 6„ nr. 905. Bréfið er dagsett að Forhábningsholm.
25 fy S.st., bréf dagsett 5.2.1785.
2h Þí. Bréfab. rtk., bréf dagsett 11.1.1785.
22 S.st.
28 W'. Isl. journ. 6., nr. 748. Meðmælabréf Páls er dagsett 27.12.1784.
29 H. Isl. journ. 6„ nr. 1104. Bréfið er dagsett 8.11.1785 og liggur með Isl. journ.
6 / nr. 1214.