Saga - 1997, Page 190
188
LÝÐUR BJÖRNSSON
Hann kveður Ragnheiði hafa flutzt um skeið burt úr Eyjum, enda
hafi hún gifzt Jóni Einarssyni á Seltjarnarnesi 1790. Síðar hafi hún
lent á sveit í Eyjum, enda væri fjallað um framfærslu hennar þar í
bréfi, dagsettu 12. nóvember 1811. Hún kallaði sig bæði þá og síðar
Ragnheiði Westmann og dó í Eyjum 15. september 1836, þá 92 ára
að aldri, og ætti samkvæmt því að vera fædd 1744. Hannes kveður
Böðvar sýslumann hafa átt Ragnheiði með síðari konu sinni, Odd-
rúnu Pálsdóttur.38
Frásögn Sýslumatmaæva bendir ekki til þess, að líf Ragnheiðar
Böðvarsdóttur Westmann hafi verið dans á rósum. Því fer þó fjarri,
að þar komi öll kurl til grafar. Af tveimur bréfum til rentukammers
frá Ragnheiði þeirri, sem fór utan til spunanáms, er ljóst, að um
eina og sömu konuna er að ræða, enda getur hún þess í fyrra bréf-
inu, að faðir sinn hafi verið sýslumaður í Vestmannaeyjum. Hún
greinir þar frá því, að hún hafi árið 1783 búið á jörðinni Fagurhlíð i
Landbroti ásamt eiginmanni, barni og tengdaforeldrum, en í harð-
indunum (Móðuharðindunum) hafi tengdaforeldrarnir og barnið
dáið úr hungri. Þá kveðst Ragnheiður hafa flúið Landbrotið og
farið með manni sínum yfir hættulega eyðisanda og ár til annarra
héraða, en þar hafi ekki heldur verið björg að fá og því hafi eigin'
maðurinn líka orðið hungurdauðanum að bráð. Eftir það fór Ragn-
heiður til Vestmannaeyja, en þaðan fór hún til Kaupmannahafnar i
ágústmánuði 1785 þeirra erinda að sækja um styrk til rentukarnm-
ers, hvað hún gerir í bréfinu, en til vara sækir hún um vinnu við
spuna, enda gæti kunnátta á því sviði síðar komið íslandi að gagný
Tvö fylgiskjöl fylgja bréfinu, meðmælabréf frá sóknarprestinum i
Ofanleitissókn, Páli Magnússyni, dagsett 13. ágúst 1785, og annat
frá Joachim Lentz kaupmanni, dagsett 12. ágúst sama ár. Sóknai"'
presturinn getur þess, að Ragnheiður hafi gifzt austur í Skafta
fellssýslu þá fyrir þremur árum, en hún hafi flúið undan hörmung'
unum og komið klæðlaus til Eyja. Sr. Páll segir Ragnheiði vera
duglega, greinda og siðsama, og Lentz staðhæfir, að framkoma
hennar sé með þeim hætti, sem íslenzkri stúlku sæmi vel. Báðir
fela þeir hana guði. í síðara bréfi Ragnheiðar kemur fram, að hun
missti allan bústofninn í harðindunum, sex kýr, 50 kindur og s)°
hesta auk búsáhalda og fatnaðar, en ekki hafði hún fengið svo
mikið sem hálfan skilding í sinn hlut af fé því, sem safnað ha
38 Bogi Benediktsson, Sýslumannaævir IV, bls. 544-45.