Saga - 1997, Page 194
192
LÝÐUR BJÖRNSSON
legast er þó, að hún hafi aldrei hafið nám. Öll hin stunduðu nám
um allt að fjögurra ára skeið.
Atta nemar eða fleiri eru sagðir vera væntanlegir af íslandi 1786,
en aðeins fimm þeirra hafa verið nafngreindir. Hér verður getið
heimilda, sem kynnu að bera vitni um vist fleiri nema í Danmörku
á síðari hluta níunda tugar 18. aldar en þeirra, sem nafngreindir
hafa verið.
Fjórar íslenzkar stúlkur voru við nám í vefsmiðju í Linden-
borgarhöll samkvæmt bréfi GL til rentukammers. Þær eru sagðar
fullnuma í bómullar- og línspuna þegar bréfið var ritað, og hafa
því hafið nám 1786 eða 1787 í síðasta lagi. Stúlkurnar eru ekki
nafngreindar í bréfinu, en fá hin beztu meðmæli. Þær eru sagðar
kunna þessa iðn til fullnustu og geta kennt öðrum hana. Tekið er
fram, að þær hafi lært skrift og reikning með góðum árangri jafn-
hliða spunanáminu.51 Lindenborg er á Jótlandi, suður af Álaborg-
Danskar heimildir sýna, að þær Ólöf Bjarnadóttir og Þórunn
Ágústínusardóttir voru við nám í Lindenborg.52 Höfundi þessarar
greinar hefur ekki tekizt að finna nöfn hinna tveggja með vissu,
enda hefur hann ekki átt kost á að kanna skjöl vefsmiðjunnar i
Lindenborg. Vissar líkur benda þó til, að Sigríður Þorsteinsdóttir
hafi verið önnur þeirra.
Námsdvöl hér og par í Danmörku
Varðveizt hafa ýmis skjöl varðandi námsferil sumra þessara nema
og kjör þeirra á Danmerkurárunum. Skal nú vikið að því efni, en
taka ber fram, að í síðasta kafla var getið um nám fjórmenninganna
í Lindenborg og sagt frá Kaupmannahafnardvöl Sólveigar Árna-
dóttur 1784-85.
Þær Elín Einarsdóttir og Sigríður Markúsdóttir stunduðu báðar
nám sitt í Kaupmannahöfn. Sigríður getur þess í bréfi til rentu-
kammers, að hún hafi hafið nám í vefsmiðju Howdens 17. nóvern-
ber 1786. Þremur mánuðum síðar taldist hún vera útlærð í spuna
og fékk vottorð Howdens því til staðfestingar, sem þá bauð henni
að gerast vefnaðarnemi. Sigríður hafnaði því boði, kveðst vera
veikbyggð og hafi því ekki haft trú á því, að hún gæti stundað
51 ÞI. Isl. journ. 8., nr. 126, bréf dagsett 24.3.1789.
52 Brithe K. Fischer, Bréf til Elsu E. Guðjónsson.