Saga - 1997, Qupperneq 196
194
LYÐUR BJORNSSON
Valgerði Skaftadóttur. Síðar bættust þeir Halldór Kolbeinsson og
Jón Þorsteinsson í þennan hóp. GL ráðleggur rentukammeri að
senda Ragnheiði Böðvarsdóttur með skipi til Fáborgar, sem se
næsta höfn við Brahetrolleborg, og má líklegt telja, að aðrir í hópn-
um hafi farið þessa sömu leið.56
íslendingunum virðist hafa fallið misjafnlega vistin að Brahe-
trolleborg, svo og við Thoming iðnmeistara þar. Ragnheiður Böðvars-
dóttir getur þess, að hún hafi ekki verið búin að vera á staðnum
lengur en í hálfan mánuð þegar meistarinn hafi farið að krefjast af
sér mikillar færni í starfi, enda þótt hún hefði ekki áður stundað
slíka vinnu, og ógnað sér við minnstu yfirsjón og jafnvel að ástæðu-
lausu með höggum og slögum, tugthúsi, barnahúsi eða dárakistu,
neitað sér um mat og drykk og jafnvel vísað sér til helvítis. Fram-
koma af þessu tagi þjónaði að hennar dómi hvorki þeim tilgangL
sem konungur hljóti að hafa haft þegar hann ákvað að styrkja
íslendinga til spunanáms, né gæti talizt með þeim hætti, sem fram-
koma kennara við nema ætti að vera. Fæði segir hún lélegt, og hun
hafi engin lyf fengið í veikindum sumarið 1788, en þá lá hún sjúk
um átta vikna skeið. Verst var þó að hennar dómi að hafa ekki
fengið tækifæri til að læra að vefa úr ull í staðinn fyrir að lmra
spuna og hafi hún þó óskað eftir hinu fyrra. Ragnheiður getur
þess, að hún hafi í hálft annað ár aðeins verið látin spinna, sjóða
garn, beygja bastþræði og spóla á spólu eða „bobine" og við þessi
störf öll hafi hún sýnt dugnað, sem kennslukonan („læremoder )
og maður hennar geti vottað og jafnvel Thorning hafi orðið að
staðfesta skriflega. Tekið skal fram, að Ragnheiður ritaði bréf þetta
eftir að slegið hafði í nokkra brýnu milli sumra íslendinganna og
Thornings, og mun síðar að henni vikið. Framkoma Thorning8
kann af þessari ástæðu að hafa verið dæmd nokkru harðar í bre
inu en ástæða hefur verið til. Þó má vera, að Thorning hafi beitt
miklum aga og meiri en sumir íslendinganna hafa talið sig gera
þolað. Minna má á, að Ragnheiður hafði verið sjálfrar sín ráðan 1
árum saman, er hér var komið sögu, og var auk þess sýslumanns
dóttir. Vottorð það, sem hún kveður Thorning hafa gefið sér, fylgir
bréfinu. Þar er vottað, að Ragnheiður hafi unnið að Brahetrolleborg
og sýnt þar dugnað í starfi og sé óhætt að gefa henni meðmæl' um
56 ÞÍ. Isl. journ. 6„ nr. 1160, bréf dagsett 15.12.1785. - Matthias Lundmg-
Rejsedagbog 1787, Kulturminder, bls. 16-18,83-84 (noter).