Saga - 1997, Side 197
VIÐ VEFSTÓL OG ROKK
195
það atriði, hver svo sem veita ætti meðmælunum viðtöku. Með-
niælin eru dagsett 14. ágúst 1788.57 Fleiri kvarta um að hafa ekki
fengið nægileg tækifæri til að þjálfa sig við vefnað og slík störf.
Onnur íslenzk stúlka, Valgerður Skaftadóttir, kvartar til dæmis um
það í bréfi til rentukammersins að hún hafi aðeins verið látin vinna
Venjuleg verksmiðjustörf fyrsta veturinn að Brahetrolleborg, en síðan
hafi hún verið látin vinna störf, sem væru verksmiðjunni óvið-
komandi. Ekki er skýrt frá því, hvaða störf þetta voru.58
Til skýringar skal þess getið, að „bobine" eða „balbine" var eins
^onar spóla úr pappa, þó frábrugðin venjulegri spólu að því leyti,
að þráðarlag var keilumyndað við báða enda spólunnar (pappasí-
valningsins).59 Við Innréttingarnar í Reykjavík var athöfnin kölluð
að „bobinera" eða „balbinera". Það síðara var algengara, og verður
það þvf notað hér.
Varðveitzt hefur umsögn fleiri íslendinga en þeirra Ragnheiðar
Valgerðar um vistina að Brahetrolleborg, og er forráðamönnum
þar borin önnur saga. Sólveig Árnadóttir hefur eftirfarandi sögu að
Se8ja í bréfi til Stefáns amtmanns Þórarinssonar, dagsettu 6. marz
1786:
Veleðla herra konferensráð.
Allra undirdánugast, að ég má hafa þau fríheit að láta yður
vita, að ég lifi og líður skikkanlega, lof sé guði. Nær ég kom
hér til þá fékk ég fyrst hör að spinna til sjö strengja, og síðan
kom ég til að vefa, og það gengur skikkanlega, því meist-
arinn er mér góður og vísar mér vel, en hve lengi ég verð að
læra, veit ég ekki nú. Þó hef ég heyrt, að við íslenzkir skyld-
um vera í sex ár, en það þykir mér löng tíð, því gæti ég lært
á skemmri tíma, vildi ég það gjarnan.
Þeir aðrir íslandarar koma og svo gott af stað með að
læra, og enginn af oss hefur verið veikur, nema einn drengj-
anna hefur fengið bóluna. Bréf fékk ég frá sýslumanninum,
Jóni Jakobssyni, og frá móður minni, og það sagði að nú
væri farið að blífa gott í árið. Og sýslumaðurinn varð glaður
við, að ég lifði og kom gott af stað með það að læra, og hann
sagðist vænta mín að ári, en þar verður ekkert af, því ég
verð ei ferðug að læra. Ég vildi gjarnan biðja yður að láta
Ss Isl' )ourr>' 8., nr. 126.
59 þ 'Isl- journ. 7., nr. 1543.
Vor tids kksikon III, bls. 260.