Saga - 1997, Síða 200
198
LÝÐUR BJÖRNSSON
sér ýmis flóknari atriði og sjónarmið varðandi verksmiðjurekstur.
Talið er álitlegra að gefa honum á næstunni tækifæri til að kynna
sér slíkt betur en að senda hann strax til Islands. Guðmundur er
sagður hafa lagt stund á lestur og skrift og hann geti teiknað vélar
og mynstur, sem ofin séu í hördúka, og vilji að vonum fá tækifæri
til að hagnýta sér þessa kunnáttu. Talið er víst, að Guðmundur
gæti stjórnað vefsmiðju, eins og hugur hans standi til, ef hann fái
að vera lengur við nám að Brahetrolleborg. Bent er á, að forráða-
menn ýmissa bæja séu á höttunum eftir starfskröftum á borð við
Guðmund. Sem dæmi um þetta er nefnt, að Balle justitsráð, borg-
arstjóri í Ribe, hafi óskað eftir því að fá að senda mann til Brahe-
trolleborgar til að læra það, sem Guðmundur hafi kynnt sér ótil-
kvaddur, enda væri til athugunar að setja vefsmiðju á stofn í Ribe-
Þá eru taldar nokkrar vonir til þess, að Halldór Kolbeinsson verði
hæfur til að stjórna vefsmiðju, er tímar líði.
Þeir Guðmundur Þorsteinsson, Jón Arnason og Olafur Snæbjörns-
son eru sagðir kunna allt, sem lúti að einföldum vefnaði og hafa
unnið við kembingu. Þeir hafi aftur á móti hvorki unnið við sort-
eringu vefnaðarefnis né að því að losa sellulósa við vökva, seffl
sellulósinn var gegndrepa af, en tekið er fram að slík störf seu
einkum bundin við stærri fyrirtæki. Þremenningarnir ættu sam-
kvæmt þessu að reynast heppilegri starfskraftur við minni fyrir
tækin.65
Hér hefur ekki verið greint frá námsárangri þeirra Gunillu J°nS
dóttur, Jóns Gunnlaugssonar, Jóns Þorsteinssonar, Ólafar Bjarna
dóttur, Sigríðar Þorsteinsdóttur, Steinvarar Sigurðardóttur og Þor
unnar Ágústínusardóttur utan lítillega. Vitað er, að þær Ólöf °8
Þórunn voru við nám að Lindenborg og fengu þar hið bezta or
Til álita kemur, að Sigríður hafi verið í þeim hópi og sennilega ein
hver ein stúlka önnur. Jón Þorsteinsson var við nám í bra
trolleborg 1790, og kom þangað 1788. íslendingarnir í Brahetro e
borg eru taldir upp í bréfi rentukammers til Halchs amtsumsjón31^
manns og eru þau Gunilla, Jónarnir Gunnlaugsson og Þorsteins
son, Sigríður og Steinvör ekki í þeim hópi. í bréfi þessu er nl$rf
fyrir um, að greiddur skuli skattur af hinum íslenzku nenmm^
Ekki er vitað með vissu hvar þeir nemar stunduðu nám sitt,
65 ÞI. Isl. journ. 8., nr. 436. Liggur með Isl. journ. 8., nr. 89.
66 ÞÍ. Bréfab. rtk., bréf dagsett 1.9.1787.