Saga - 1997, Side 202
200 LÝÐUR BJÖRNSSON
ekki fá tækifæri á íslandi til að beita þeirri verkkunnáttu, sem þeir
höfðu aflað sér, og því óskað eftir að fá tilsögn í ullariðnaði. GL
telur þó einsætt að láta þá nema vinna áfram við línvefnað, sem
öðlazt hafi færni á því sviði, unz þeim byðist vinna á íslandi, ella
væri hætta á, að þeir týndu niður þeirri leikni, sem þeir hefðu náð.
Þá væri rétt að heita nemunum áhöldum, hráefni og fjárstyrk við
komuna til íslands, og mun hafa átt að slá á ugg þeirra um afkom-
una þar á þennan hátt. GL nafngreinir í bréfinu fjóra nema, sem
litlum framförum hafi tekið. Talið er sjálfsagt að senda þá sem fyrst
aftur til íslands, enda væri ekki annað að sjá en að lengri námsdvöl
yrði árangurslaus með öllu. Þetta voru þau Elín Einarsdóttir, Olaf-
ur Snæbjörnsson, Ragnheiður Böðvarsdóttir og Valgerður Skafta-
dóttir. Tekið er fram, að þær Elín og Valgerður séu í Kaupmanna-
höfn og hin tvö væntanleg þangað. GL upplýsir, að styrkur sá, sem
þau hafi notið, renni út um næstu mánaðamót (1 rd. á viku).70Sölu-
nefnd konungseigna er kynnt þetta sjónarmið í bréfi, dagsettu 30.
júní 1788. Þar er bent á, að Just Ludvigsen, sem geri út póstskipið'
muni bráðlega senda skip til Kristjánssands eftir farmi, sem vsen
væntanlegur þangað frá íslandi. GL telur koma til álita að senda
fjórmenningana með skipi þessu.71
Ljóst er af fyrrnefndum bréfum, að talsverðs uggs um framtíðma
hefur gætt meðal nemanna að Brahetrolleborg, þegar þeim voru
kunngerðar fyrirætlanir stjórnvalda, og þeir hafa sýnt nokkur við-
brögð í þá átt að reyna að tryggja stöðu sína. Ragnheiður Böðvars-
dóttir getur þess til dæmis í bréfi sínu frá 29. ágúst, að henni ha 1
loks síðastliðið vor tekizt að komast að vefstólunum og vefa á þa'
en þá hafi meistarinn (Thorning) viljað eyðileggja það, sem hún o ,
og láta hana greiða efnið, sem notað var, og það þrátt fyrir að skyn
samt fólk hafi talið dúkinn nothæfan. Dúkur þessi var 60 ál. langur
að sögn Ragnheiðar. Minna má einnig á meðmælabréf það' sel11
hún segir Thorning hafa orðið að gefa sér og getið var hér að frarn
an, en það var dagsett 14. ágúst.72 Viðbrögð Valgerðar Skaftadóttur
voru mjög á sama veg. Hún getur þess í bréfi til rentukammers,
hún hafi oft beðið um að fá að vefa, en aldrei hafi sér verið ley
þetta.73
70 ÞÍ. Isl. journ. 8., nr. 126.
71 S.st.
72 S.st.
73 ÞÍ. Isl. journ. 7., nr. 1543, bréf dagsett 28.7.1788.