Saga - 1997, Síða 204
202
LÝÐUR BJÖRNSSON
að Brahetrolleborg, íslendingarnir hafi fengið 1 rd. á viku í opin-
beran styrk til viðbótar vinnulaunum, en danskir nemar verði að
láta vinnulaunin nægja. Talið er mikilsvert fyrir vefsmiðjuna, að
misrétti þetta verði afnumið, en auðveldasta leiðin til þess er talin
vera sú að senda íslendingana sem fyrst til Kaupmannahafnar. Mis-
réttið hefur verið farið að valda stjórnendum óþægindum. Látið er
að því liggja, að Thorning hafi verið íslendingunum of mildur,
enda hafi hann greitt þeim full vinnulaun auk styrksins, og virðist
höfundur greinargerðarinnar hafa talið eðlilegra, að vinnulaun
þeirra hefðu verið skert við þessar aðstæður. Lagt er til, að dvöl Is-
lendinganna í Kaupmannahöfn verði höfð sem stytzt, enda kynnu
þeir ella að venjast á útsláttarsemi af ýmsu tagi. Ólafur Snæbjörns-
son er talinn vera í mestri hættu fyrir freistingum stórborgarinnar
af þeim félögum. Hann er sagður vera uppreisnargjarn og gefnari
fyrir skemmtanir en þeir, góður vefari og geti ofið vandað klæöi,
jafnvel fjórar ál. á dag, ef hann nenni. Bent er á að réttast væri að
ráða Islendingana að einhverri vefsmiðju í Kaupmannahöfn unz
ferð félli til fslands, og styrkja þá með 2-3 mk. á viku. Vakin er
athygli á, að Thorning hafi talið Ólaf færan um að vinna fyrir ser-
Ólafur er sagður hafa haft á orði að ráða sig sem háseta, en það er
talið óheppilegt, enda fáist þá enginn arður af fé því, sem varið
hafði verið til menntunar hans. Halldór Kolbeinsson er fimmti Is-
lendingurinn, sem getið er um í greinargerðinni. Ekki virðist hafa
verið lagt að honum að fara til Islands í þetta skipti, enda hafði
Halldór aðeins verið tæp tvö ár við nám.
Loks eru upplýsingar um verð á vefstól ásamt nauösynlegu111
tækjabúnaði í greinargerðinni og einnig um verð á hráefni því, sem
talið var nægilegt til vinnslu á fyrsta árinu. Virðist hafa verið 1
athugun að láta nemunum þetta í té. Vefstóll með nauðsynlegum
tækjum kostaði 33 rd. og 2 mk. Vefstóllinn sjálfur kostaði 12 rd.
öðrum nauðsynlegum tækjum má nefna spólu- og balbinero ,
garnvindu, tylft af balbinum og vél til að tvinna í garn. H®file8
hráefni fyrir þennan tækjakost fyrsta árið var metið á 340 rd. og
mk., og var þetta 800 pund af tveggja eða þriggja strengja garnl'
stívelsi og beykiaska. Tekið er fram, að beykiaska sé ófáanleg
Islandi, en garnið var soðið í vatni, sem henni var bætt í.75
Rentukammerið fól GL að tilkynna íslenzku nemunum, að þe
75 S.st.