Saga - 1997, Side 206
204
LYÐUR BJORNSSON
ið út af lista yfir þá nema, sem greiða þurfi af skatt, og þeir Halldór
og Olafur í nóvembermánuði. Tveir íslenzkir nemar voru enn 1
Brahetrolleborg 15. nóvember, og hlýtur annar þeirra að hafa verið
Jón Þorsteinsson, en óvíst er um hinn.79
Viðsjál er hún Höfn
Hér að framan var skilið við þær stöllur Elínu Einarsdóttur, Ragn-
heiði Böðvarsdóttur og Valgerði Skaftadóttur um mitt sumar 1788.
Þá var framtíð þeirra um margt óráðin, og ýmislegt benti til, að
þær yrðu bráðlega sviptar þeim styrk, sem þær höfðu notið. Varð-
veitzt hafa mun fleiri skjöl um feril þessara þriggja kvenna næstu
tvö árin en um aðra nema. Hér verður greint frá því helzta, sem a
daga þeirra dreif áður en þær sneru heim til íslands. Einkum dreif
margt á daga Ragnheiðar Böðvarsdóttur, en hún var raunar ýmsu
vön fyrir.
Valgerður kveðst hafa farið frá Brahetrolleborg til Kaupmanna-
hafnar 10. júlí, en Ragnheiður lagði upp í sömu för 13. ágúst eftu
öðru bréfi að dæma. Bréf þessi eru bæði til rentukammers og dag-
sett 28. júlí og 29. ágúst. Bréf Valgerðar er skrifað að Lille Kongens-
gade 93, en þar bjó Elín Einarsdóttir, og virðist hún hafa skotið
skjólshúsi yfir Valgerði í fyrstu.80 Hinn 8. desember ritaði Valgerð'
ur rentukammeri og býr þá í kjallaranum að Lille Kongensgade
71.81 Þær Elín og Valgerður hafa verið nábúar eða því sem næst
veturinn 1788-89. Ragnheiður leigði þennan vetur í Kattesundet
120 samkvæmt bréfi hennar til rentukammers frá 24. október 1788-
Herbergi hennar er mjög léleg vistarvera, eins og síðar verður a
vikið.82 Kattesundet er fyrsta þvergata á Strikið, hina alkunnu göngu
götu í Kaupmannahöfn, ef gengið er frá Ráðhústorgi.
Valgerður var að því leyti betur sett í Kaupmannahöfn en hinar
tvær, að þar bjó Eiríkur Hoff, móðurbróðir hennar, og á hans na
mun hún hafa flúið fyrst eftir komuna til Kaupmannahafnar
Brahetrolleborg. Eiríkur reyndi að útvega Valgerði vinnu og herm
ir í bréfi loforð upp á Chr. Colbjornsen þess efnis, að hann
79 ÞÍ. Isl. journ. 8., nr. 1396, bréf dagsett 27.12.1790.
80 ÞI. Isl. journ. 7., nr. 1543. Liggur með Isl. journ. 8., nr. 8.
81 ÞÍ. Isl. journ. 8., nr. 45.
82 ÞÍ. Isl. journ. 8., nr. 8.