Saga - 1997, Side 208
206
LYÐUR BJORNSSON
Verulega hafði rætzt úr hjá þeim stöllum síðari hluta október-
mánaðar. Þær Elín og Ragnheiður þakka báðar veittan styrk í bréfi
til rentukammers dagsettu 24. þess mánaðar, 1 rd. til hvorrar um
sig á viku fyrir tímabilið frá júlílokum til 13. október, en koma einnig
kvörtunum á framfæri. Hvorug kveðst fá tækifæri til að læra
vefnað, sem þær hafi beðið um, enda láti Hilcker þær spinna.
Aðspurður hafi hann gefið þá skýringu, að offramboð væri á stúlk-
um til vefnaðarvinnu, þær yrðu því að bíða átekta. Þær skýra fra
því, að styrkur rentukammers hafi lækkað frá og með 13. október i
2 mk. á viku, sem þær telja ekki nægilegt og fara því fram á, að
styrkurinn verði færður til fyrra horfs. Elín kveðst vera veikbyggð
og geti því ekki unnið sér inn meira en fyrir húsaleigu, ekki sízt ef
þráðurinn eigi að vera jafnfínn og Hilcker heimti. Tvö mörk á viku
nægi ekki fyrir fæði og þá vanti fyrir ljósi og hita. Ragnheiður telur
aftur á móti 2 mörk á viku ekki nægja fyrir fæði og þvotti.88 Vænt-
anlega hefur styrkurinn verið lækkaður þegar konurnar hófu stor
hjá Hilcker, vinnulaunin hafa átt að jafna mismuninn.
Rentukammerið fékk ekki bréf frá Valgerði í þetta skipti. Skýrin8
er gefin í tveimur bréfum frá henni, dagsettum 8. desember og 12-
desember. Fyrra bréfið var til rentukammers og hið síðara til oo
bjornsens. Valgerður kveðst í bréfum þessum hafa legið sjúk frá þvl
um miðjan september, en heilsan fari dagbatnandi, og hún vonist
til að geta fljótlega hafið störf hjá Hilcker. Hún þakkar fyrir veittan
styrk, 1 rd. á viku, en kveðst vonast til að fá sömu upphæð fyrl*
veikindatímann, enda skuldi hún húsaleigu. Valgerður kvittar H,r ^
fyrir vikulega styrkinn 20. desember og hefur þá verið farin
hressast.89 Tekið er fram á kvittun frá 2. maí 1789, að Valgerði ha 1
verið stýrt við undirskrift, og hið sama kemur fram á kvittun Elm
ar frá 2. júní („med páholden pen").90 Umsögn af þessu tagi er
hinn bóginn hvergi tengd undirskrift Ragnheiðar, og virðist 1
því hafa verið skrifandi. 'f fri
Konurnar virðast aðeins hafa skrifað rentukammeri eitt bre
því um jól 1788 og fram í aprílmánuð 1789. Bréf þetta er dagsett ^
febrúar og undirritað af þeim öllum þremur. Þar kemur frain,
vikulegi styrkurinn var hækkaður í 3 mk. um áramótin, en P
88 ÞÍ. Isl. journ. 8., nr. 7. Isl. journ. 8., nr. 8.
89 ÞÍ. Isl. journ. 8., nr. 45. Isl. journ. 8., nr. 210.
90 ÞÍ. Isl. journ. 8., nr. 662.