Saga - 1997, Qupperneq 210
208
LYÐUR BJORNSSON
kemur fram, að stjórnvöld höfðu heitið þeim stallsystrum 20 rd-
hverri við komuna til íslands. Elín spyrst fyrir um, hvert hún eigi
að vitja þeirrar upphæðar. Listinn yfir skuldir hennar fylgir bréfinu
frá 2. maí. Báðar láta þær Elín og Valgerður hinn 16. apríl í ljós von
um að fá tækifæri til að stofna spunaskóla á íslandi og taka fram,
að ekki skipti máli, hvort reksturskostnaðurinn yrði greiddur af
almannafé eða einkaaðilum. Valgerður kveðst í síðara bréfinu vilja
setjast að í Grundarfirði, enda eigi hún ættingja á þeim slóðum-
Hún biður um styrk til fatakaupa og til að greiða skuldir sínar, en
þær voru samtals 4 rd. að skuld við veitingamanninn meðtalinni, 3
rd. Valgerður virðist því hafa sótt ölstofu nokkuð og haft þar láns
traust. Vakin skal athygli á því, að hún kann að hafa fengið 1 rd-1
styrk á viku meðan á veikindum stóð eða fram yfir miðjan desem
bermánuð. Þetta kann að skýra hvers vegna Valgerður skulda
minnst, en hún átti líka ættingja búsettan í Kaupmannahöfn.n I,rer
stallsystur staðhæfa í bréfinu frá 21. febrúar, að spunalaunin seu
20-24 sk. á viku.
Ekki hefur tekizt að afla upplýsinga um alla nafngreinda lánar
drottna þeirra stallsystra. Thodal er alkunnur. Einar Guðmundsson
(1758-1817) varð síðar prestur á Heiðmörk í Noregi. G. Magnmus
mun vera Guðmundur Magnússon (1741-98), fornritafræðingur og
styrkþegi Árnasafns, en hann ritaði föðurnafn sitt svo að hm
lærðra manna. Jón Ólafsson er að líkindum fornritafræðinguruu
með þessu nafni (1731-1811), bróðir Eggerts skálds.93 Þeir Gu
mundur og Jón voru báðir útskrifaðir frá Kaupmannahafnar
skóla, þótt þeir séu titlaðir stúdentar í skjölum þessum. Freistan
væri að gera ráð fyrir því, að Sivert Holm hafi verið tengdur Is an
á einhvern hátt, til dæmis skyldur Martin O. Holm, sem uefn 1,
var fyrr í ritsmíð þessari, eða Markúsi N. Holm smið, sem J
Reykjavík á síðasta tugi 18. aldar.94 Því miður hafa engar upp y
ingar fundizt um Gísla Jónsson bakara, en hann hefur verið y
íslendingurinn, sem lærði bakaraiðn svo vitað sé. .
Rentukammerið mun hafa greitt allar skuldirnar og getur p
ekki síðan. Gátu þær stöllur því látið í haf af þeim sökum-
heiður gefur í skyn í bréfinu til Colbjornsens, að hún telji
92 ÞÍ. Isl. journ. 8., nr. 165 og 208 (Elín), nr. 209 og 210 (Ragnheiður) og
207 (Valgerður).
93 Páll E. Ólason, íslenzkar xviskrár I, bls. 353; II, bls. 170; III, bls. 239-4
94 Kaupstaður í hálfa öld, bls. 99-100.