Saga - 1997, Síða 212
210 LÝÐUR BJÖRNSSON
inn krefur ríkissjóð („finance casse") um sjúkrakostnaðinn með bréfi,
samtals 6 rd. og 21 sk.96
Mangor kveður Valgerði þjást af „casserollefeber" og Ragnheiði
af „tertiana subcontigia". Fyrrnefndi sjúkdómurinn kynni að vera
einhvers konar eitrun (kopareitrun), en hinn síðarnefndi mun vera
hitasóttarafbrigði (malaría), enda nefndu Rómverjar hinir fornu eitt
afbrigði þess sjúkdóms tertiana.97
Rentukammerinu er skýrt frá því í bréfi, dagsettu á ráðstofu Kaup'
mannahafnar 2. september 1789, að í júlímánuði það sama ár hafi
næturvörðurinn fært þangað ruglaða stúlku. Hún hafi síðan hið
bráðasta, 14. júlí, verið lögð inn á St. Hansspítala, en ekki hafi þa
verið vitað, hver hún var eða hvaðan, enda hafi hún ekki getaö
skýrt frá þessu. Nú hafi bráð svo af stúlkunni, að hún geti sagt a
sér deili. Hún heiti Ranne Heide og sé íslendingur, sem hafi veru
sendur til Danmerkur til að læra spuna og eigi síðan að kenna
löndum sínum þá iðn. Tekið er fram, að stúlkan sé með öllu bjarg
arlaus að eigin sögn, og yfirvöld Kaupmannahafnar kveðast ti
kynna rentukammerinu þetta í þeirri von, að það muni láta stúlk
unni í té nægilegt fé til lífsframfæris og til að greiða sjúkrahúsvist
hennar.98 Ráðstofan tilkynnir síðan rentukammeri 21. septembeO
að Ragnheiður hafi verið útskrifuð af sjúkrahúsinu, og rukkar jafn
framt um sjúkrakostnaðinn, 8 rd. og 73 sk.99 Mangor borgarlæknir
mun hafa stundað Ragnheiði áfram enda kveður hann stúlkuna
komna til fullrar heilsu í bréfi til rentukammers. Þar fer hann einnig
fram á, að fæðispeningar Ragnheiðar verði hækkaðir, enda a
meðöl þau, sem hún hafi tekið, dregið úr kröftum hennar og hun
þarfnist aðhlynningar. Mangor telur æskilegra, að Ragnheiður sty ^
ist af góðu fæði en af styrkjandi lyfjum, sem hann annars verði a
gefa henni. Slík lyf notaði fólk af hennar tagi líka sjaldnast rétt a
hans sögn.100 ,
Ragnheiður skýrir GL frá því, að hún hafi veikzt hastarlega
júnímánuði 1789, og hafi hún þá verið ferðbúin og farangurin
96 ÞÍ. Isl. journ. 8., nr. 575, bréf dagsett 1.8.1789. (er_
97 Dr. Jón Steffensen veitti góðfúslega upplýsingar um merkingu orðsins ^
tiana, en hann taldi orðið „casserollefeber" vera slang. Dr. Jóm eru
færðar þakkir fyrir aðstoðina.
98 ÞÍ. Isl. journ., 8., nr. 562. Liggur með Isl. journ. 8., nr. 575.
99 ÞÍ. Isl. journ. 8., nr. 575.
100 ÞÍ. Isl. journ. 8., nr. 664, bréf dagsett 16.11.1789.