Saga - 1997, Page 214
212
LÝÐUR BJÖRNSSON
gerðar frá 11. október 1788 til 31. október 1789 samtals 140 rd. og 28
sk. Innifalinn er að vísu styrkur að upphæð 25 rd. til Elínar og
Valgerðar hvorrar um sig og greiðsla fyrir áhöld, rokk og hespu, og
efni, það er hör og strigaefni („blár"), en hvor nemi fékk sitt lýs-
pundið af hvoru og bæði fyrrnefnd áhöld. Eitt lýspund mun þa
hafa jafngilt 16 pundum. í reikningnum kemur fram, að rentukamm-
erið greiddi þeim stallsystrum 5 rd. hverri um sig, meðan þær voru
enn í Kaupmannahöfn, og mun þetta hafa átt að nægja þeim til
greiðslu skulda, en 20 rd. átti hver þeirra að fá við komuna til Is-
lands, og skyldi skipstjóri sá, sem þær sigldu með, inna greiðsluna
af hendi. Heimilt var að greiða hluta þessa styrks á meðan þ®r
voru enn í Kaupmannahöfn. Samkvæmt reikningnum var hinn
vikulegi styrkur þeirra hækkaður í 3 mk. á viku 13. desember 1788,
en ekki um áramótin 1788-89. Ragnheiður fékk 3 mk. á viku í styrk
haustið 1789.104
Just Ludvigsen skipstjóri krefur rentukammerið um fargjald Ragn-
heiðar, 5 rd. Hann kveðst láta í haf á tímabilinu 7. marz til 6. apríl
1791. Ragnheiður hefur því líklega yfirgefið Kaupmannahöfn í marz-
eða aprílmánuði 1790.105
Nokkra athygli vekur hve þær Elín, Ragnheiður og Valgerður eru
ófeimnar við að rita stjórnvöldum og jafnvel æðstu embættismönn-
um og kvarta yfir kjörum sínum og því, sem þær telja miður fara.
Vera má, að þetta skýrist af uppruna þeirra, en tvær voru prests-
dætur og ein sýslumannsdóttir. Þær munu einnig hafa verið elztar
af nemunum. Auk þess umgengust þær íslenzka menntamenn i
Kaupmannahöfn, svo sem ráða má af listum yfir lánardrottna þeirra-
Þá má benda á, að íslenzkt verkafólk á 18. öld virðist hafa verið
reiðubúið til að kæra kjör sín og framkomu vinnuveitenda til yfir'
valda ef tækifæri gafst, og má benda á kæru Ragnheiðar Jónsdótt-
ur, verkakonu hjá Innréttingunum, til amtmanns 1766 og kærubréf
starfsmanna Innréttinganna til Landsnefndar fyrri þessu til stuðn-
104 S.st.
105 ÞÍ. Isl. journ. 8., nr. 1392, bréf dagsett 24.12.1790.
106 ÞÍ. Bréf úr Kjalarnesþingi til amtmanns. - Lbs. 116 fol.