Saga - 1997, Page 216
214 LÝÐUR BJÖRNSSON
Stefán amtmaður Þórarinsson hafði næsta ár á undan lagt fyr*r
stjórnardeildina umsókn frá Halldóri Kolbeinssyni Schov um styrk
til að setjast að á íslandi. Mun þetta vera Halldór sá, sem stundaði
nám að Brahetrolleborg. Rentukammerið bað sölunefnd um álit a
umsókninni, sem ekki virðist hafa hlotið náð fyrir augum stjórnar-
deildarinnar.112
í þætti einum í Grímu, „Frá séra Þorsteini og séra Stefáni", er sagt
frá hjónum í Grenjaðarstaðaprestakalli, Kolbeini bónda Bessasyni
að Skógum í Reykjahverfi og Elínu Halldórsdóttur frá Héðins-
höfða. Þau áttu þrjú börn, Halldór, Benjamín og Elená. Elín missti
bónda sinn og réðst þá í vist til sr. Þorsteins Hallgrímssonar að
Stærra-Arskógi með börn sín og giftist honum síðar. Þorsteinn sa
börnum Elínar af fyrra hjónabandi fyrir fóstri. Halldór er sagður
hafa siglt skömmu síðar til Kaupmannahafnar og dáið þar uW
miðja 19. öld. Mun hér kominn Halldór Kolbeinsson Schov, enda er
vitað af öðrum heimildum, að Elín þessi giftist sr. Þorsteini 18-
október 1784. Hefur Halldór því ekki átt afturkvæmt út til ís'
lands.113
Guðmundur Pétursson, sýslumaður í Krossavík, óskaði eftir þvl
í bréfi til rentukammers, að sér yrði sendur einhver þeirra ung-
linga, sem stundað hafi nám í spuna og vefnaði í Danmörku. Nefnir
hann þar einkum til þá Jón Árnason og Jón Þorsteinsson, sem báðir
séu ættaðir úr Múlasýslum. Maður þessi skyldi kenna á danskan
vefstól og fá til þess vefstól þann, sem stjórnin hafi sent í sýsluna
1786 og enginn hafi til þessa viljað taka við. Sýslumaður skuld-
bindur sig til að veita þessum nema viðtöku, ef aðrir fáist ekki til
þess, og halda hann vel í kosti og launum, meðan hann verði i
sínum húsum og vinni við vefnað. Ástæða er til að ætla, að Jon
Þorsteinsson hafi hlýtt þessu kalli. Hann bjó síðar víða á Héraði og
kenndi mörgum vefnað. Jón tók nafn af iðn sinni og var kallaður
Jón vefari og afkomendur hans vefaraættin. Hann tók sér nafni
Skjold (Schiold), hvort sem það er dregið af Skjöldólfsstöðum eða
ekki. Jón sótti um styrk til að setjast að á íslandi samkvæmt rentu-
kammersbréfi til sölunefndar konungseigna. Hann hefur vafalíh
fengið þann styrk, sem nemunum hafði verið heitinn þegar þeir
sneru aftur heim til íslands.114
112 ÞÍ. Bréfab. rtk., bréf dagsett 13.3.1796.
113 Grima hin nýja I, bls. 259-63. - íslenzkar æviskrár V, bls. 208.
114 ÞÍ. Bréfab. rtk., bréf dagsett 26.3.1796. Isl. journ. 8., nr. 1497. - íslenzkar sevf
skrárW, bls. 413-14.