Saga - 1997, Page 217
VIÐ VEFSTÓL OG ROKK
215
Ragnheiður Böðvarsdóttir Vestmannaeyjaekkja giftist Jóni Einars-
syni úr Skorradal samkvæmt heimild stiftamtmanns, dagsettri 12.
október 1790. Athöfnin fór fram í Nessókn á Seltjarnarnesi. Ragn-
heiðar verður ekki vart í sóknarmannatölum úr Reykjavíkursókn
hin næstu ár. Skýringin mun vera sú, að Jón hafi dáið skömmu
síðar og sé Jón sá, sem dó í Reykjavík 28. júlí 1791 og var jarðsettur
R ágúst. Sá Jón var á fimmtugsaldri, kvæntur og vann við vefnað í
Reykjavíkurhverfi. Banamein var holdfúasótt. Ragnheiður hefur að
líkindum flutt frá Reykjavík eða nágrenni skömmu síðar. Hér að
framan var greint frá því helzta, sem dreif á daga hennar eftir
þetta.115
Sigríður Markúsdóttir spunanemi mun vera sama konan með þessu
Oafni og var húsfreyja að Brunagerði í Fnjóskadal 1816. Hún var þá
45 ára og gift Páli Guðmundssyni 48 ára. Þau áttu níu börn og var
hið elzta þeirra 22 ára. Má þetta allt vera rétt tímans vegna. Sig-
ríður Markúsdóttir spunanemi var Þingeyingur og hefur leitað aft-
Ur heim í kalda loftslagið á æskustöðvunum. Faðir hennar var er-
lendur skipstjóri að sögn.116
Sigríður Þorsteinsdóttir frá Klausturhólum í Árnessýslu dvaldist
1 Danmörku af og til um aldamótin 1800. Þar kynntist hún Þorkeli
hergmann, borgara í Reykjavík, og eignaðist með honum dóttur,
sem var skírð Sigríður. Dóttirin er kunnust undir nafninu Sire Otte-
Sen og var síðar klúbbvert í Reykjavík. Þorkell var kvæntur maður
Þegar hann eignaðist dótturina með Sigríði Þorsteinsdóttur, en hann
varð ekkjumaður snemma á 19. öld, og réðst Sigríður þá til hans
sem bústýra. Sigríður Þorsteinsdóttir er sögð vera 36 ára í sóknar-
Ir|annatali Reykjavíkursóknar frá 1807 og dóttirin sjö og hálfs árs.
Aldurinn kemur heim. Þær mæðgur bjuggu í svonefndu Fjeld-
stedshúsi 1807, en það hús gekk líka undir nöfnunum Sölubúð
®ergmanns og Toftes og Hákonsenshús á fyrri hluta 19. aldar. Það
stóð vestan Aðalstrætis, þar sem Fjalakötturinn var síðar.117
Dér að framan var greint frá umsókn Elínar Einarsdóttur um
styrk til að koma á fót spuna- eða tóvinnuskóla. Rentukammerið
ritaði Ólafi stiftamtmanni Stefánssyni um þetta efni 30. marz 1793
°8 tjáði honum, að Elínu yrði veitt nokkur úrlausn. Næsta vor
D f>/. Prestsþjónustubók og sóknarmannatal Reykjavíkurprestakalls.
jjy ^anntaItö 1816, bls. 1008. - Indriði Indriðason ættfræðingur, munnl.
Sóknarmannatal úr Reykjavíkruprestakalli. - Jón Helgason, „Þegar Reykja-
vík var fjórtán vetra", Safn til sögu íslands V, bls. 68-70.