Saga - 1997, Page 228
226
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
sóttin hafi borist til tiltölulega fárra staða „Líklega hefur mann-
fall hér á landi vegna pestarinnar verið svipað og víðast annars
staðar, þ.e. 25-45%, en það er enginti vitnisburður sem sannar þessar
tölur enda byggjast þær eingöngu á erlendum fyrirmyndum. Telja
má fullvíst að mannfallið hafi ekki verið meira en 45% enda eru
engin dæmi um slíkt nema þar sem algjört hrun samfélagsins fylg^1
í kjölfarið." (200-201) Skýrara getur það varla verið hvernig ósann-
aðar líkur nægja höfundi til ályktunar, og þær breytast iðulega smátt
og smátt í fulla vissu í máli hans, meðal annars við klifun, og birt-
ist örlítill vottur af henni í dæmunum hér á undan. Stundum þar^
Jón Ólafur ekki einu sinni líkur til að fullyrða; skortur á gagnrök-
um nægir honum (207): „Gera má ráð fyrir sambærilegri þróun her
á landi, a.m.k. er ekkert sem bendir til hins gagnstæða."
Nú er það svo í miðaldasögu að fátt verður sannað til fulls, margt
er hægt að styðja með einhverjum líkum, um enn annað er svosem
ekkert vitað, hvorki með né á móti. Næstum allt sem er hugsanlegt
við þessar sögulegu aðstæður er á bilinu milli hins sannanlega og
hins afsannanlega, sé maður nógu kröfuharður um sönnunargögn-
Sá sem hafnar hverju sem er ef það er ósannað en tekur hvað sem
er gilt ef hægt er að færa einhverjar líkur að því, finna einhvern
höfund einhvers staðar sem hefur haldið því fram, eða jafnvel ef
ekki er hægt að færa bindandi rök gegn því, sá maður hefur frjáls-
ar hendur að komast að hvaða niðurstöðu sem er. En um leið og
það gerist hættir umræðan að vera sagnfræðileg og breytist í kapp'
ræðu, karp eða annarraheimafræði.
Að koma sér upp átrúnaðargoði
Jóni Ólafi verður gott gagn af því að taka norska sagnfræðinginn
Ole Jorgen Benedictow í nokkurs konar fræðilega dýrlingatölu mcð
því að segja snemma í grein sinni (182): „Benedictow hefur safnrO
saman öllum helstu upplýsingum um eðli og einkenni plágunnar-
Rétt er að vekja athygli á að heimildafræði Benedictows er mjog
traust enda hefur hann gert sér far um að leita frumheimilda og
kanna innbyrðis tengsl skrifa hinna ýmsu fræðimanna um þessi efm-
Síðan vísar höfundur þrásinnis í Benedictow, alls um 20 sinnum 1
greininni, og tekur sem óhrekjandi sannindi það sem hann hefur
að segja, utan einu sinni (203nm.), þar sem skoðun okkar Helga
Skúla fellur saman við það sem Benedictow hélt fram.