Saga - 1997, Page 229
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
227
Ekki tekur höfundur fram hvað hann hefur fyrir sér um traust-
leika Benedictows. Önnur andmælaræðan við doktorsvörn hans,
eEir danska sagnfræðinginn Erik Ulsig, hefur verið prentuð. Ulsig
Eaelir Benedictow fyrir umfangsmikla heimildasöfnun í líffræðileg-
Urn og læknisfræðilegum frumheimildum og ályktanir af þeim „(som
ieg ikke er i stand til at gá ind [pá], men som virker overbevisende)
en hann nefnir ekki traustleika. Og þegar kemur að dönskum
Eeimildum og fræðiritum um danska sögu, það sem Ulsig þekkir
Vaentanlega best, þá verður allt minna sannfærandi. Benedictow
reynist reisa mikilvæga kenningu um gang sóttarinnar í Noregi á
danskri þjóðsögu, og ekki einu sinni elstu gerð hennar. Umræða
Eans um fólksfjölda í Danmörku „bygger pá en meget hastig læsn-
lng af den benyttede litteratur og indeholder en tanketorsk af en
regnefejl."4
Eg var líka talsvert hrifinn af fróðleik Benedictows við fyrstu
Eynni af bók hans. Nema að einu leyti; meðferð hans á íslenskum
heimildum var fyrir neðan allar hellur. Þannig segir hann:5 "The
m°st informative accounts of the first epidemic are provided by
the Meiv Annal... and the Lawman's Annal..., and they are render-
ed here in the first version:" Og þarf ekki að koma á óvart þótt
Eenedictow velji Nýja annál því að Lögmannsannáll nær ekki
*engra en til 1392, nema ef við teljum framhald hans, sem er ein-
Riitt Nýi annáll. Um frásögn Biskupaannála Jóns Egilssonar af síð-
ari Plágunni vitnar hann til „in the somewhat compressed version
°f the Fitjaannáll ,.."6 En í Fitjaannál reynist frásögn Biskupaannála
ehki aðeins vera stytt; þar er líka hrært saman við öðru efni, svo
®em því að í Kjalarnesþingi hafi ekki lifað eftir nema tveir piltar af
þeim sem voru 11 ára.7 Gottskálksannál segir Benedictow eftir
°þekktan höfund, Magnús Stefánsson kallar hann Jón.8 Þessar vill-
Ur breyta ekki niðurstöðum. Það gerir hins vegar ein þýðingarvilla
ans- Lögmannsannáll segir að pestarsjúklingar í Noregi hafi lifað
e,tt dægur eda tvö ;/rneð hörðum stinga". Jón Steffensen þýddi þessi
°rð á ensku sem „with great pleuritic pain". Benedictow setti yfir-
4 Ulsig, „Plague in the Late Medieval Nordic Countries", bls. 96-99.
^ Benedictow, Plague, bls. 210-11.
^ Benedictow, Plague, bls. 211-12.
7 Annálar 1400-1800 II, bls. 27-29. - Sbr. Jón Egilsson, „Biskupa-annálar", bls.
43-44.
® Benedictow, Plague, bls. 46,112.