Saga - 1997, Side 230
228
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
lætislega ofan í við Jón fyrir að bæta orðinu „pleuritic" inn í þý^'
inguna og láta þannig líta út eins og annállinn væri ótvírætt að
lýsa lungnapest. Sjálfur þýddi hann með orðunum „with sharp
pangs of pain".9 Ég hef annars staðar fært rök að því að þýðing
Jóns sé hárrétt. Hins vegar hnikar Benedictow merkingunni svolítið
til þegar hann setur fleirtöluna „pangs" í stað eintölunnar „stingi •
Þannig verður ögn sennilegra að lýsingin vísi til verkja í kýlurri
víðs vegar um líkamann.10
Seinna fékk ég ástæður til að gruna að eitthvað kynni að vera
bogið við líf- og læknisfræði Benedictows líka. Meginröksem
hans gegn því að miðaldaplágan í Noregi og á íslandi hafi geta
verið lungnapest er sú að lungnapest hafi aldrei gengið sem veru
lega skæður faraldur síðan síðasti heimsfaraldur pestar fór af stað:
undir lok 19. aldar. Skæðasti lungnapestarfaraldur sem vitað er urn'
segir hann að minnsta kosti sex sinnum í bók sinni, gekk í Man
sjúríu 1910-11, og hann drap aðeins 0,4% íbúanna; alls 60.000 mannS/
þar af 50.000 af 12 milljónum Mansjúríumanna.* 11 í bók sem Bene
dictow hefur sannanlega haft undir höndum er reiknað út hlutfa
fallinna af íbúatölu í skæðustu faröldrum þessa síðasta heimsfar
aldurs, sem voru flestir að mestu leyti kýlapestarfaraldrar. Meti
var slegið á Ceylon á árunum 1914-17, þar sem 0,305% íbúa féllu a
ári að meðaltali. Á Indlandi féllu „aðeins" um tíu milljónir á árun
um 1896-1917, um 3% af íbúum. Fyrstu þrjú árin á Indlandi voru
sóttvarnir til lítils gagns, og stundum jafnvel til ógagns, þvi a
smitleiðir pestarinnar höfðu ekki verið uppgötvaðar. Samt féll el<
nema 0,1% íbúanna á þessum tíma, sem hafði nægt miðaldapest
inni til að gagntaka Evrópu. Lungnapestarfaraldurinn í Mansjúr111
1910-11 er ekki tekinn með í þessum útreikningum, en sé það ger
og mannfallinu skipt á tvö ár, þá verður hann næstskæðasti pestar
faraldur þessa síðasta heimsfaraldurs.12 Sé lungnapest útilokuð vegna
þess að hún hafi ekki reynst nægilega skæð á 20. öld, þá á sama
mótbára enn frekar við um kýlapest.
Þegar það kemur í Ijós að höfundur reynist fara rangt með, e
9 Benedictow, Plague, bls. 225-26. - Sbr. Islandske Annaler, bls. 275. - Jón Steí e11
sen, „Plague in Iceland", bls. 43.
10 Gunnar Karlsson, „Plague without rats", bls. 281-82.
11 Benedictow, Plague, bls. 27,32,72,220,259,267. ]s
12 Twigg, The Black Death, bls. 195-97. - Sbr. Hirst, The Conquest of Pl«gue'
111-20.