Saga - 1997, Blaðsíða 237
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
235
niðurstöðu um mannfall í svartadauða á íslandi sé að áætla það
^líka mikið og annars staðar í Evrópu, nefnilega á bilinu 25M5%.
kg sé ekki að það geti verið nein lausn að flytja vandamálið úr landi,
enda er langt frá að allt liggi ljóst fyrir um mannfall annars staðar,
þótt svo kunni að líta út þegar búið er að sjóða vitneskjuna niður í
knöpp yfirlitsrit. Og jafnvel þótt ekki verði bent á heil ríki þar sem
alrnenn samstaða er um að mannfall hafi verið meira en 45%, þá
Var það vissulega afar breytilegt frá einum stað til annars. Á sum-
Urn góssum Worcesterbiskups féll 19% leiguliðanna, annars staðar
®0%, og svipaður munur kemur fram víðar á Englandi.28 Líklegt er
að misjafn gangur pestar stafi að einhverju leyti af byggðarmunstri,
Samgöngum, atvinnuháttum og loftslagi (einkum þó ef sóttin væri
kýlapest). Allt var þetta fremur sérkennilegt á íslandi miðað við
Daeðaltalið í Evrópu, svo að það er fyrirfram ótrúlegt að sóttin hafi
Verið álíka skæð hér og annars staðar. Ef hún reynist hafa verið
Það, þá er það eitt af því merkilega við pestina, og þá verðum við
að.ráða það af heimildum um gang hennar á íslandi.
I öðru lagi virðist Jón Ólafur gera ráð fyrir að rottan hafi getað
sProttið hér upp víðs vegar um land, horfið aftur, komið aftur, horf-
aftur (196): „Plágan sannar þannig tilvist rotta hér á landi a.m.k.
fvisvar sinnum á 15. öld. Þessu fylgir ekki sú staðhæfing að rottur
kafi verið hér landlægar fyrr á tímum heldur einungis að þær hafi
Verið hér um tíma á ákveðnum stöðum eða svæðum." Og síðar
^10): „Vegna þess að einungis er vitað með vissu um tvo pestarfar-
^Jóra má telja líklegt að rottur hafi ekki verið hér að staðaldri.
Dvort þær hafa verið dreifðar um landið er óvíst en líklegt er að
P®r hafi einungis verið á tiltölulega fáum stöðum ..."
Svarta rottan, eina rottan sem þá var í Evrópu, er svo bundin við
Á'mkynni sín í mannabústöðum að breiðar götur í borgum hindra
utbreiðslu hennar verulega, og sagt er að hún fari aldrei yfir ár-
sPrænu af sjálfsdáðum.29 Hvernig átti sóttin að berast á milli þess-
ara fáu staða, ef hún var kýlapest sem smitast ekki frá manni til
IUanns? Margt fleira sem hér er ekki rúm að rekja kemur í veg fyrir
s°tt sem gekk um hávetur um norðanvert ísland hafi getað smit-
ast með rottuflóm.30
®°lton, „The World Upside Down", bls. 23.
^ Twigg, jhe Black Death, bls. 79,133. - Shrewsbury, Bubonic Plague, bls. 8.
Gunnar Karlsson og Helgi Skúli Kjartansson, „Plágurnar miklu", bls. 55. -
Tiunnar Karlsson, „Plague without rats", bls. 276-79.