Saga - 1997, Page 238
236
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
í þriðja lagi er að nefna ályktanir höfundar um hvernig lungna-
pest hagi sér í einstökum atriðum (191), meðal annars þá að hún geh
ekki gengið sem alvarleg og langvarandi farsótt af því að hún sé of
bráðdrepandi og drepi því sjúklingana áður en þeir nái að breiða
sóttina út (183). Það er nú meira en áratugur að minnsta kosti síðan
sagnfræðingar fréttu af því að ekki væri hægt að álykta um mið-
aldapláguna af hegðun pestar nú á dögum vegna þess að bakteriur
taka örum stökkbreytingum.31 Síðan hefur jafnvel verið bent á að
pestarbakterían hafi einhver einkenni sem kunni að sýna að hun
hafi gengið í gegnum stökkbreytingu sem hafi breytt smithæfm
hennar.32 Þetta er nú orðinn yfirlitsfróðleikur í pestarfræðum,3' °8
munu nú fáir fræðimenn álykta fortakslaust um miðaldapláguna
af því sem pestarsýkill getur nú, nema þeir Benedictow og Jón Ólaf'
ur Isberg.
Loks verður að nefna þá ályktun að pestin hafi verið upphaf að
langvarandi fólksfjöldakreppu á íslandi eins og annars staðar í Evr-
ópu (180, 202-206). Hér rekst að vísu eitt á annars horn. Annars
vegar segir Jón að „pláguættaðir sjúkdómar [hvað sem það er núl
og bólusótt komu í veg fyrir mikla fólksfjölgun til langframa." (202)
Ennfremur nefnir hann sóttir 1420-21, 1426, 1430-31 og svo fram-
vegis (204-205), væntanlega af því að hann gerir ráð fyrir að þær
hafi valdið umtalsverðu mannfalli (þótt ekki séu alltaf heimildir um
það) og haldið fólksfjöldakreppunni við. Hins vegar gerir hann ráð
fyrir að fólksfjöldasveiflur á 17. öld séu Sundts-sveiflur sem hafi
byrjað með svartadauða (203-204). Nú eru Sundts-sveiflur kyn-
slóðabundnar bylgjuhreyfingar eftir snögga fólksfækkun. Eftir fækk-
unina fjölgar fólki ört vegna margra fæðinga. Síðan kemur dæld i
fæðingartíðni þegar þeir árgangar eru á frjóasta aldri sem fæddust
á fólksfækkunarárunum, og svo koll af kolli.34 Ef fólksfjöldinn helst
niðri vegna áfalla á 5-15 ára fresti rísa auðvitað engar Sundts-sveifl'
ur.
En hér er meginatriðið annað. Fólksfjöldakreppan eftir svarta-
dauða í Evrópu stafaði sýnilega af því að pestarsýkillinn varð víða
landlægur þar, kannski í rottum, kannski í öðrum nagdýrum, °8
olli síendurteknum minni háttar faröldrum í mönnum fram á 1®-
31 Siraisi, „Introduction", bls. 11.
32 Lenski, „Evolution of plague virulence", bls. 473-74.
33 Sjá t.d. Horrox, The Black Death, bls. 7-8.
34 Helgi Skúli Kjartansson, „Spáð í pýramíða", bls. 128.