Saga - 1997, Page 239
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
237
oft um það bil tíunda hvert ár.35 Hver sem hýsillinn hefur ver-
ið er greinilegt að hann hefur vantað á íslandi, og þá skýrist hvers
Vegna hér geisa tvær miklar plágur. Stundum virðist Jón Ólafur
raunar vita þetta (196), en samhengið sem gerir sérstöðu íslands
skiljanlega kemur hann ekki auga á.
Fræðilegur hernaður
i^lálsvarar póstmódernisma í sagnfræði halda því fram að hún fjalli
iitið eða alls ekki um samfélag fortíðar, heldur um skrif fræðimanna
Ulr> samfélag fortíðar, og að það sé framfaraspor að sagnfræðingar
Viti þetta og viðurkenni.36 Ég veit ekki hvort tilhneigingin sem ein-
kennir grein Jóns Ólafs stendur í einhverjum tengslum við þessa
skoðun eða er bara afleiðing af offramleiðslu miðlungsgóðra rann-
s°kna og harðnandi samkeppni rannsóknarmanna í greininni. Hitt
tinnst mér blasa við í sagnfræði að sú fræðimennska fer nú um
stundir í vöxt sem er aðeins á yfirborði könnun á félagslegum veru-
^eika fortíðar og snýst í raun um það eitt að ómerkja kannanir ann-
arra. Ole Jorgen Benedictow er dæmigerður fulltrúi þessarar að-
^erðar, enda kvartar Erik Ulsig í andmælum sínum undan „den
Polemiske tone, som ogsá i nogen grad skæmmer hans behandling
af andre norske forskere."37 í Jóni Ólafi fsberg hefur Benedictow eign-
ast tryggan lærisvein, ekki aðeins um pest heldur einnig um fræði-
|ega aðferð. Ég ber síst á móti því að það er erfitt að nálgast fortíð-
lr*a, og á hinn hreina hlutlæga hátt sem vísindahyggjan í sagnfræði
býðaði nálgumst aldrei nema litla afskorna búta hennar. Á hinn
kóginn held ég að einlæg leit að sannleika um fortíðina sé lífsneisti
Sagnfræðinnar. Ef við slökkvum hann í vígaferlum um kenningar
Urn fortíðina þá er erindi okkar orðið lítið. Ef við viljum svo deila
Urn aðferðir, stefnur og skoðanir þá held ég að við eigum að gera
Pað opinskátt og ódulbúið í gervi fortíðarrannsóknar.
^ Sjá t.d. Wallae, „Pest og folketall", bls. 19-28,34.
Ankersmit, „Historiography and Postmodernism", bls. 137-53. - Jenkins, Re-
thinking History, bls. 22,41-42,52-53.
7 Ulsig, „Plague in the Medieval Nordic Countries", bls. 97.