Saga - 1997, Side 254
252
RITFREGNIR
Eins og fræðiverki heyrir er mikið um númer í textanum sem vísa i
nótur aftan við lesmálið. Venjulegur afþreyingarlesandi leiðir þetta sjálfsagt
hjá sér, og þó, hann freistast til að athuga hvað býr á bak við sum númer-
in, til dæmis í bráðskemmtilegri frásögn á bls. 188: „Var kvartað yfir enda-
lausum spurningum um allt milli himins og jarðar, hvað menn hétu, hvað
foreldrar þeirra hétu, hvers vegna þeir hefðu ekki hitt drottningu Breta-
veldis og svo framvegis." Hver skyldi hafa sagt þetta og hvar? Nótunúmer-
ið er 97, við flettum og fáum þær upplýsingar að það sé „Waller, 168". f>at')
þýðir að við þurfum að fara aftast í höfundarlistann þar sem við finnum
„Waller, Samuel E: Six Weeks in the Saddle. London 1874". Spurning hvort
hér og víðar hefði ekki mátt stytta leiðir, halda upplýsingum betur til
haga í meginmáli? Stundum hvarflar að manni að það heyri til stellingum
fræðimanna eins konar slaki, svipað og þegar hleypt er úr dekkjum tor-
færutrölla áður en lagt er í ófærur. Og kannski er óumflýjanlegt að hver
grein eigi sinn stíl. Samkvæmt því er ég sjálfur í stellingum gagnrýnanda
og hef sett á mig það sem Danir kalla „find-fem-fejl-brillerne" (finnið fimm
atriði sem vantar). í framhaldi af því rek ég augun í að þótt Sumarliði til
greini yfirleitt hvers lenskir menn eru sem sækja landið heim, þá klikkar
það óþarflega oft og lesandinn skilinn eftir með spurnina. Til dæmis
Scoresby á síðu 133, hvaðan var hann? Er þetta sá sami og sundið heitir
eftir?
Aftur á móti íslendingurinn sem Frakkinn hitti á Patró sumarið 1767, er
ekki vafamál að hafi verið Eggert Ólafsson („Er hér trúlega átt við Eggert
Ólafsson", bls.104). „Það var hann Eggert Ólafsson/allir lofa þann snilld
armann" og sjálfur gerir hann grein fyrir heimsókninni í sendibréfi ti
Jóns Ólafssonar Grunnvíkings 1. september 1767 (birtist í Andvara 1874).
Franskt stríðsskip kom inn á Patreksfjörð í vor, til að hafa hliðsjon
af duggum. Eg hafði (einn að segja) tal af þeim og þeir af mer,
helzt kapteinn. Þeir voru offiserar, flestir úngir aðalsmenn, hæverskt
og vel siðað fólk, héldu strángan stríðsaga, og engum leyft, undtf
járn og harða refsíng, að fara inn í nokkurt íslenzkt hús, án leyf's
yfirmanna. Kapteinn var vel lærður maður, talandi og skrifan
Latínu sæmilega, og vakti yfir studiis á næturnar. Eitt sinn kom
hann heim til mín, og eg aptur til hans; síðan sendi hann optle8a
með bréf, er milli fóru, mest um landsins curiosa.
En gagnrýnisgleraugun mega ekki skyggja á að bók Sumarliða er kær
kominn hvalreki öllum sem fjalla vilja um ísland í augum útlending3-
Áreiðanlega ófáir þáttagerðarmennirnir, blaðamennirnir og rithöfundarn
ir sem eiga eftir að skera sér flís. Það sannaði skemmtilega íslandsför Guð
mundar Andra frá síðasta ári sem nýtti sér í skáldsöguskyni oft sama efm
við og Sumarliði færir fram (svo sem hinn bráðskemmtilega bobba sem
útlendingar komast í þegar íslenskar heimasætur vilja færa þá úr fötun
um).