Saga - 1997, Qupperneq 256
254
RITFREGNIR
frá prentstöðunum og út um allar trissur. Er raunar vitað, að oft voru skil
þeirra í skötulíki.
Nokkrum nöldurspóstum langar mig til að koma hér á framfæri, úr því
að mér varð það á að bleyta penna.
Ég felli mig ekki við að tala um sýslumann Rangvellinga. Sýslubúar í
heild voru (og eru væntanlega enn) Rangæingar, en þeir sem búa á Rangár-
völlum, þ.e. tungunni milli Rangánna, hinnar Ytri- og hinnar Eystri-, eru
að sjálfsögðu Rangvellingar, auk þess sem þeir eru Rangæingar.
Þá vil ég gera skarpan greinarmun á Reykjanesi og Reykjanesskaga, þegar
rætt er um suðvesturhorn landsins (sjá bls. 96), og vonandi er ég ekki
einn um það.
Eitthvað hefur einhverjum fatast neðarlega á bls. 142, þar sem segir
„Kvittunarbréf Sæmundur Jónsson fyrir launum sínum" - Fyrr mætti
annars vera eignarfallsfælnin, sem nú virðist orðin heljarútbreiddur kvilli-
Nær held ég væri að líkja Jarðabókarsjóði við landssjóð en ríkissjóð, með'
an Islan<á var einungis hluti af ríki og veldi Danakonungs (sjá bls. 149).
lnter dum dormitat bonus Homerus, stendur þar, og eitthvað ámóta hefur
hent Heimi, þegar hann segir á bls. 272 að amtmannssetur Vesturamts
hafi flust frá Stapa þegar Bjarni Þorsteinsson amtmaður „...andaðist á
árinu 1849", - Rétt er að Bjarni fékk lausn frá embætti það ár, enda orðinn
blindur. En þá fluttist hann til Reykjavíkur, og þar dó hann 3. nóvember
1876, 95 ára að aldri.
A bls- 278 iætur höfundur þess getið um árið 1845, að „nokkuð undar-
legt [er] að sjá, að sama burðargjald er greitt fyrir bréf frá Staðarstað til
skólapilts í Reykjavík og til konu einnar í „Nordborg paa Als"." - Þetta
vísar þó fram á við, því að von bráðar var ákveðið að innan lands - °8
ríkis - skyldi sama burðargjald gilda, og enn síðar var um það samið, að
eitt og sama burðargjald gilti fyrir almenn bréf hvert sem var á Norður-
londum (í sjópósti að sjálfsögðu, eftir að flugpóstur kom til sögunnar).
Ef vil1 er það sérviska, þegar mér finnst fráleitt, þegar töluð er íslenska,
að segja að eitthvað sé til staðar. Kann þetta að vera arfur frá aðsópsmikiH1
íslenskukennslu Björns Guðfinnssonar, sem fór háðulegum orðum um
þetta danska orðalag. En á bls. 363 segir: „Á Kvennabrekku voru engin
frimerki til staðar". Hér hefði ég fellt niður síðasta orðið innan tilvitnun-
armerkja.
Þó nokkuð hefur slæðst með af prentvillum, sumum allhlálegum, en
fæstum verulega bagalegum. Helst er þó álappalegt, þegar farið er aldar-
villt í ártölum, t.d. á bls. 391, þar sem 1898 kemur í stað 1798. Finnast
fleiri dæmi sambærileg.
A bls- 462 er getið um tvo kvekara, sem hingað komu til lands í trú'
boðserindum sumarið 1861. „Þeir fóru um landið og „fluttu andlegar
ræður sínar uppúr sér og blaðalaust", og varð vel ágengt."
Þetta kalla ég fréttir. Ég hef nefnilega aldrei heyrt getið um nema einn