Saga - 1997, Síða 279
RITFREGNIR
277
ungu. Þess vegna var mikið um galdramál á 10. öld (bls. 99, 111). Miklu
uær er að ætla að höfundar íslendingasagna hafi einmitt leyft sér að fara
frjálslega með lýsingar á atburðum af því þeir voru svo löngu liðnir eða
höfðu aldrei gerst, svipað því sem skáldsagnahöfundar gera enn þann
dag í dag. Gísli setur reyndar nokkra fyrirvara við þessa aðferðafræði
sína og nefnir að eitt og annað veki efasemdir (bls. 83-84, 100), en hristir
slíkt svo af sér og margítrekar að sögurnar hljóti á einhvern hátt að end-
urspegla það samfélag sem þær þykjast lýsa (bls. 80, 97) og gerir sér svo
lítið fyrir og vitnar í alyngstu sögurnar til marks um fyrirbæri sem hafi
verið svo á söguöld, til að mynda Grettis sögu og Bárðar sögu Snæfellsáss
(bls. 88, 89,112).
Ekki er fastara undir fótum þegar kemur að síðari öldum og svo mjög
sem Gísli finnur að athugunum Kirsten Hastrup á íslensku samfélagi nú-
h'mans (bls. 62), tekur hann mark á því sem hún segir um 17. og 18. öld
(bls. 12, 62), enda þótt bók hennar Nature and Policy in Iceland 1400-1800
(Oxford, 1990) beri víða vott um ranghugmyndir og þekkingarskort. Gísli
hynnir sér ekki nógu vel það sem þó er vitað um þessar aldir og talar þess
vegna um mikla útbreiðslu galdarita (bls. 115), pappír á íslandi á 15. öld
(bls. 19) og fjöldaframleiðslu (massive multiplication) á fornitauppskrift-
um á 17. öld (bls. 19), auk þess sem hann virðist halda að öll handritin
séu komin heim og engin séu eftir í Kaupmannahöfn (bls. 14). En þetta eru
auðvitað atriði sem ekki vega þungt í bókinni sem slíkri. Um mannfræði-
'eg efni og kenningasmíði innan mannvísinda er Gísli afar vel lesinn og
framsetning hans er til fyrirmyndar, skýr og skilmerkileg. Á stundum verð-
Ur samt skrúðganga frægra fræðinga og hugsuða einum of og jaðrar við
það sem á ensku kallast „prestige quotes." Heimsgildir kappar á borð við
bakhtin, Bourdieu, Derrida, Habermas og Todorov skjóta upp kollinum hér
°g þar, en Wittgenstein og Heidegger bara í gegnum aðra (samt vantar
Foucault, Barthes og Mensonge). Sem von er koma fyrir allir helstu núlif-
audi spekingar innan mannfræðinnar: Clifford, Douglas, Geertz, Goody,
Lévi-Strauss, Leach, Said, Sahlins, Rosaldo og Tambiah. Minna er um sagn-
fræðinga og fyrst miðlægt áhugaefni Gísla er líkingamál eða myndmál í
bóklegum fræðum hefði mátt bæta við athugunum Lakoffs og félaga á
'Uyndhvörfum í daglegu máli.
Fyrir kemur að tilvitnanaflóðið ber skoðanir Gísla sjálfs ofurliði, en oft-
ast eru þær þó skýrar og markmið hans birtast greinilega sem barátta gegn
textalægni fræðilegrar hugsunar (textualism) og málsnúningi (linguistic
turn). Honum tekst þó ekki alltaf að forðast það í verki sem hann finnur
Lelst að og fellur í þá gryfju að gagnrýna textúalista með textúalíseríngu
(bls. 23, 43, 76, 113-14). Til dæmis les hann mannfræðikenningar út úr
Kristnihaldi undirjökli í þriðja kafla, en gerir ekki mikið meira en að sjá eða
Lúa til annan texta í texta Halldórs Laxness. Lengra verður vart komist í
"tekstúalíseringu." Eins er titill bókarinnar textalæg vísun í klassíska bók