Saga - 1997, Blaðsíða 282
280
RITFREGNIR
Þeir eru fáir í dag sem neita mikilvægi menningar og hugarfars fynr
efnahagslega þróun. Hugmynd Engels um að nóg sé að vita hvaða tækm
samfélagið notar til að geta sagt til um skipulag stéttanna, pólitískt skipu-
lag o.s.frv. á sér fáa formælendur í dag. Þótt margar kenningar séu á lofh
um það hvernig sambandinu á milli efnahagslífs og menningar sé háttað,
þá er vafasamt að fullyrða að einhver þessara kenninga sé óumdeild. I
nýlegri grein í tímaritinu Economist (9. nóvember 1996, bls. 25-29) fjallar
greinarhöfundur um að kenningar um mikilvægi menningarlegra þátta
fyrir efnahagslega og pólitíska hegðun mannsins séu í tísku en varar við
því að erfitt sé að mæla menningarlega þætti. Hann minnir á að Arabar
varðveittu og þróuðu evrópska menningararfinn frá Grikklandi og Róm a
meðan allt var í niðurníðslu í Evrópu, en samt er menningarheimur Mu-
hameðs talinn af mörgum vera andstæða menningar Vesturlanda. Kína er
enn betra dæmi en þar hefur menning Konfúsíusar verið ríkjandi í meir
en 2000 ár. Á þessum tíma hefur Kína ýmist verið meðal fátækustu ríkja
veraldar eða það ríkasta. Weber taldi að áhersla Konfúsíusar á hefðir og
hlýðni hindraði samkeppni og nýjungar sem væru forsendur efnahagslegra
framfara. Kennari minn í London School of Economics, Michio Morishima,
skrifaði bók (Why has Japan "succeeded"?, Cambridge University Press, Cam-
bridge 1982) til útskýra að skoðanir Webers á konfúsíanismanum væru
sennilega réttar hvað varðaði Kína, en að þær væru rangar hvað Japan
snerti. Nú á tímum vitna menn til kenninga Konfúsíusar um vinnusemi,
sparsemi, fyrirhyggju og samvinnu til að skýra ævintýralegar efnahags-
legar framfarir í Kína og fleiri löndum í Austurlöndum fjær.
Til að gera huglæga þætti eins og menningu að gjaldgengum skýring'
um við hlið „hiutlægra" þátta eins og tækni og efnahagslegra og póli'
tískra hagsmuna þjóða og þjóðfélagshópa, þá verður að vera hægt að skil-
greina þá og mæla. Það er einmitt á því sviði sem bók Stefáns hefur mikil'
vægan boðskap að flytja. Hann vísar í virtan fræðimann, Angus Maddison,
sem telur að ekki sé hægt að mæla þessa menningarlegu þætti (bls. 174),
en heldur ótrauður áfram og fjallar ítarlega um niðurstöður úr staðlaðri
könnun á hugarfari sem framkvæmd hefur verið í ýmsum ríkjum heims
og hefur Félagsvísindastofnun séð um framkvæmd hennar hér á landi.
Sú skoðun Stefáns að æskilegt sé og mögulegt að mæla huglæg viðhorf
manna og skoða samband slíkra mælinga við aðrar mælingar sem endur-
spegla félagslega hegðun fólks virðist sennileg. Mörg þeirra dæma sem
hann fjallar um virðast sannfærandi. En það verður einnig ljóst af lestri
bókarinnar að nauðsynlegt er að benda á að skoðanakannanir eru oft óna-
kvæm mælistika, einkum ef um er að ræða afstöðu til flókinna fyrirbæra-
Jákvætt svar fólks í mismunandi löndum við spurningunni: Telur þú að
skylda eigi fólk til að fara fyrr á eftirlaun á atvinnuleysistímum, getur
endurspeglað forsjárhyggju gagnvart atvinnuleysi eins og Stefán bendir a
(bls. 181), en einnig samstöðu með eldra fólki. Að minnsta kosti gæti síö*