Saga - 1997, Page 294
292
RITFREGNIR
byggður á staðreyndunutn einum. Skoðanir af þessu tagi eru mjög var-
hugaverðar vegna þess að þær gefa falsvonir.
Hin leiðin er að kasta öllum reglum frá sér og fara sínar eigin leiðir hvað
sem tautar og raular. Þessi aðferð er mörgum sagnfræðingum nær al-
gjörlega óskiljanleg þar sem hún brýtur í bága við þá tilfinningu sem
fylgir sagnfræðilegri rannsókn. Hér er átt við vinnunna við heimildirnar
og úrvinnsluna, tilfinningu sem ganga má svo langt að kenna við ást
(virðingu) á viðfangsefninu eða jafnvel lífsstíl. Það, hversu langt menn
kjósa að ganga í túlkun og greiningu heimilda, er að sjálfsögðu persónu-
bundið, en ég er sannarlega einn af þeim sem er þess fýsandi að reynt sé a
þanþol heimildanna til hins ítrasta.
Ekki er þó sama hvernig að verki er staðið.
f þessu viðfangi má taka bók Elínar Pálmadóttur Með fortíðina í fartesk-
inu sem dæmi. Elín er ein af þeim sem kýs að leyfa „sér svolítið hugmynda-
flug þar sem staksteina vantar til að stikla á." (Bls. 7.) Hún ætlar sér að
segja sögu þriggja kvenna, þeirra Hólmfríðar Jónsdóttur (1821-1915), Sig'
urveigar Ingimundardóttur (1827-1903) og Sólveigar Eggertsdóttur (1869-
1946) og gerir það meðal annars með því að fjórða konan er „búin til". Su
síðasttalda, Unní Pálsdóttir Conan, gegnir því þýðingarmikla hlutverki í
bókinni að leiða lesandann áfram á ferðum þeirra þriggja fyrsttöldu um
rúmlega hundrað ára tímabil í sögu þjóðarinnar. Það gerir Unní, sem sjálf
er íslensk kona sem giftist átján ára gömul bandarískum hermanni og
fluttist til Ameríku þar sem hún bjó alla sína ævi, er hún var á ferð um
slóðir forfeðra sinna á íslandi eftir vel heppnað ættarmót. Lesandinn stekk-
ur þess vegna á milli frásagna og kvenna í tíma og rúmi.
Unní og saga hennar er tilbúningur, skáldskapur. Elín Pálmadóttir hef-
ur kosið að fara þá leið að „búa til" persónu, en hvers vegna hún velur þa
leið er alls ekki ljóst. Elín sjálf hefur aðeins þetta að segja um ástæðurnar
fyrir tilurð hugarfóstursins: „Af rælni fór höfundur í sumarleyfi að fella
þá saman í eina mósaíkmynd [þ.e. fróðleiksmola sem hún hafði fundiðl
og lagði sér til í líminguna afkomanda sem hefði getað verið til ef Pál'
Sólveigarsyni hefði enst líf. Afkomanda sem kom utan að, úr lífi við ríki-
dæmi og munað, svo óralangt frá þeirra lífi í lágreistum bæjum þar sem
fólk fæddist, elskaði og dó í nálægð hvert við annað." (Bls. 8.)
Aðferð Elínar við að koma sögu kvennanna þriggja á framfæri eitrar
þann anda sem undir öllum ákjósanlegum skilyrðum ætti að leika um
góð sagnfræðiverk. Það er skemmst frá því að segja að Elín fellur í þa
gildru að draga upp alltof einfaldar andstæður milli Unníar og hinna
þriggja „alíslensku" formæðra hennar. Þar eru fletirnir málaðir hvítum eða
svörtum litum og persónurnar eru annaðhvort góðar eða slæmar. Em
klisjan rekur aðra um siðspillta, ríka og hugsunarlausa „ameríska" konu
sem lagði metnað sinn í að þjóna bónda sínum. Hún var svo sem velvilj-
uð (einföld) og í hinu náttúrulega umhverfi sínu, íslandi, gjörbreyttist