Saga - 1997, Page 305
RITFREGNIR
303
með ólíkindum hversu lengi vanmáttarkennd hefur loðað við íslenska
stjórnmálamenn þegar þekking á pólitískri „strategíu og taktík" er annars
vegar. Alltaf virðast þeir hafa verið tilbúnir að sækja námskeið erlendis
(ef ferðir og uppihald hefur verið greitt) eða að fá erlenda sérfræðinga
hingað til að kenna sér hvernig ætti að fara að. Þar virðist enginn af stóru
flokkunum fjórum, né forverar þeirra, vera undanskilinn.
Vorið 1956 urðu vatnaskil í íslenskum stjórnmálum sem búast hefði
mátt við að boðuðu straumhvörf í vamarmálum. Einhver athyglisverðasti
hluti bókar Vals Ingimundarsonar fjallar einmitt um þessi „straumhvörf"
og tilraunir Bandaríkjamanna og annarra NATO-þjóða til að koma í veg
fyrir að ályktun Alþingis um brottvísun hersins yrði hrint í framkvæmd.
Inn í þessa dramatísku atburðarás blandaðist láns- og styrkjaþörf stjórn-
valda og tilraunir innlendra stjórnmálaafla og embættismanna til þess að
koma í veg fyrir brottför hersins. Margt kemur þar fram, sumt sem alls
ekki var vitað, en annað sem óljós orðaveimur var um. Ahugi stjórnmála-
og embættismanna við að afla styrkja og annarrar fjárfyrirgreiðslu kemur
ekki svo mjög á óvart, heldur harðfylgi þeirra, sem stundum fór yfir öll
velsæmismörk, jafnvel þótt teygjanleg væru.
A sama hátt og íslendingar beittu fyrir sig vitneskju um þá trú banda-
rískra hermálayfirvalda að herstöð hér gegndi lykilhlutverki í varnarkerfi
Bandaríkjanna, beittu Bandaríkjamenn fyrir sig efnahagslegri þýðingu
herstöðvarinnar og botnlausri þörf stjórnvalda fyrir erlent fjármagn. Meðal
annars voru miklar virkjunarframkvæmdir í Efra-Sogi í húfi, fram-
kvæmdir sem fyrrverandi umhverfisráðherra hefur í nýútkominni bók
lýst sem mesta umhverfisslysi íslandssögunnar.
Eins og áður segir hefur margt af því sem Valur fjallar um áður komið
fram, en með umfjöllun hans verður myndin enn fyllri og skýrari. Við lest-
urinn varð þeim sem þetta ritar stundum hugsað til eigin bókar og þótti
við samanburðinn Gnllna flugan vera lítil vesæl haugfluga hjá geitunga-
búi. Slík hugrenningatengsl eru að sjálfsögðu sprottin af snöfurmannlegri
framgöngu íslenskra stjórnmála- og embættismanna við að gera kaup-
samninga og afla hagstæðra lána og styrkja. Þegar mikið þótti við liggja
og róðurinn erfiður skirrðust menn jafnvel ekki við að tefla stórveldunum
saman (sjá t.d. bls. 39,171, 243, 284, 290-91).
Bandaríkjamenn ætluðu sér ekki að verða við óskum Alþingis frá 1956
um brottför hersins baráttulaust. Aðgerðir þeirra voru markvissar, enda
gátu þeir reitt sig á stuðning fjölmargra íslenskra embættis- og stjórn-
málamanna. Sú venja íslendinga að blanda saman öryggis- og efna-
hagsmálum hefur vafalaust styrkt stöðu Bandaríkjamanna, ef einhvern
tíma hefur leikið vafi á á hvorn veg leikar færu. Hvorttveggja hafði áður
verið notað með sæmilegum árangri. Þeir gáfu öðrum NATO-ríkjum
fyrirmæli um að halda að sér höndum og veita íslenskum stjórnvöldum
hvorki lán né styrki fyrr en útséð væri um framvindu þessa máls.